Franskir ​​gyðingar fylkja sér á bak við Le Pen sem styður gyðinga og Ísrael

Gyðingurinn Serge Klarsfeld ætlar að kjósa til flokk Marine Le Pen. (Innfelld mynd: Wikipedia).

Öfgafengin afstaða vinstrimanna í Palestínumálinu veldur því, að margir franskir ​​gyðingar hafa skipta um hlið. Núna segist gyðingurinn Serge Klarsfeld, sem er þekktur sem „nasistaveiðarinn“ að hann ætli að kjósa franska Þjóðbandalagið, þar sem flokkurinn „styður gyðinga og styður Ísrael.“

Nasistaveiðarinn styður Le Pen

Wall Street Journal birtir grein um að sífellt fleiri gyðingar í Frakklandi eru yfirgefa vinstrimenn í stjórnmálum. Greinin ber yfirskriftina „Gyðingar í Frakklandi telja óhugsandi að kjósa flokk með gyðingahatur í farangrinum.“ Í greininni má lesa, að margir gyðingar styðja flokk Marine Le Pen.

Sérstaka athygli vekur, að Serge Klarsfeld, sem Wall Steet Journal lýsir sem manni sem komst lifandi frá helförinni og hefur orðið þekktur sem „veiðimaður nasista,“ íhugar að kjósa flokk Le Pen. Klarsfeld segir í viðtali við sjónvarpsstöðina LCI, að hann velji frekar Þjóðbandalagið heldur en franska vinstriflokkinn „La France Insoumise.“

Kýs þann flokk sem er hlynntur gyðingum

Klarsfeld telur að Þjóðbandalagið hafi breyst síðan það var stofnað af Jean-Marie Le Pen og segir að flokkurinn „styðji gyðinga og styðji Ísrael.“ Klarsfeld segir:

„Í vali á milli þess flokks sem er andvígur gyðingum og þess flokks sem er hliðhollur gyðingum, þá kýs ég flokkinn sem er hlynntur gyðingum.“

Að vinstrimenn hafi tekið öfgafulla afstöðu gegn hernaði Ísraels á Gaza er sögð vera ein helsta ástæða þess, að gyðingar flykkjast yfir á hægri kantinn.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa