Fréttin.is útslegin í netárás

Netmiðillinn fréttin.is varð fyrir netárás í gærkvöldi þannig að síðan var slegin út og tilkynningin ofan kom á skjáinn, þegar vefurinn var heimsóttur. Gríðarlegur fjöldi ruslpósts var sendur í árás til að slá út miðilinn. Ekki er ljóst þegar þessi orð eru skrifuð, hvenær síðan kemst í loftið.

Fréttin.is hefur sem markmið að vega á móti meginmiðlum sem dæla gegndarlausum rétttrúnaði oftast beint frá smiðjum glóbalista yfir almenning. Birtir Fréttin jafnan skrif og afstöðu helstu bloggara landsins sem halda uppi öflugri umræðu um landsmálin og mál í heiminum.

Nýlega hóf undirritaður samstarf við Fréttina, sem hóf birtingu einstakra frétta frá þessum miðli. Það er sameiginlegur skilningur Fréttarinnar og Gústaf Adolfs, að fréttir skulu vandaðar og byggja á staðreyndum og báðir aðilar vísa oft til The Epoch Times sem miðils til fyrirmyndar.

Því miður er málfrelsi og lýðræði fyrir stöðugum árásum og reynt með öllum ráðum að kæfa lýðræðislega umræðu.

Vonandi opnar Fréttin.is fljótlega aftur.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa