Friður er bannorð

Aleksandar Vučić, forseti Serbíu t.v. á mynd, segir í viðtali við svissneska fjölmiðla, að enginn stjórnmálaleiðtogi á Vesturlöndum vilji fá frið eða jafnvel tala um frið varðandi Úkraínustríðið. Forsetinn segir:

„Friður er nánast bannorð.“

Dagblaðið Die Weltwoche birti nýlega lengra viðtal við forseta Serbíu, Aleksandar Vučić. Um er að ræða tæplega klukkutíma viðtal við Vučić, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2017 og var þar áður forsætisráðherra landsins frá 2014. Viðtalið kom inn á Úkraínustríðið, Nató og einnig möguleika á friði.

Pútín ekki að fara að ráðast á Vesturlönd

Í viðtalinu sagði svissneski blaðamaðurinn við Vučić. að leiðtogar á Vesturlöndum haldi því fram, að markmið Pútíns sé að leggja undir sig fleiri lönd í Evrópu – á eftir Úkraínu. Forseti Serbíu var spurður hvort Pútín væri heimsvaldaleiðtogi sem hefði það að markmiði að leggja undir sig fleiri lönd.

Vučić svaraði því til að hann sjái hvað er að gerast öðruvísi og lagði áherslu á að átökin væru flókin. Hann dró upp líkingu á milli Kosovo og þess sem hefur verið í gangi í mörg ár í Donbass í austurhluta Úkraínu:

„Þetta er miklu flóknara. Ef þú vilt búa til svona jöfnur, þá er spurning mín hvað var gert við Serbíu 1999 og 2009? Þá koma aldrei nein svör.“

Allir tala um stríð – enginn talar um frið

Að sögn serbneska forsetans aukast líkurnar á því, að allsherjar stríð brjótist út í Evrópu með hverjum degi sem líður. Vučić heldur því fram, að Nató-ríkin geti ekki sætt sig við tap í Úkraínu á meðan allt er í húfi fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Vučić segir:

„Allir tala bara um stríð. Enginn vill frið, enginn talar um frið. Friður er nánast bannorð. Vinsamlegast sjáið það. Þeir segja að við verðum að sigra til að tryggja frið í framtíðinni en enginn er að tala um frið.“

Hann gagnrýnir hugmyndir um „friðarviðræður“ sem Rússar fá ekki einu sinni að taka þátt í.

„Allt í lagi – friðarviðræður. En það verður líka að hafa hina hliðina með við samningaborðið. Mér finnst það mjög skrítið, að enginn er raunverulega að reyna að stöðva stríðið.“

Leiðtogar í „hetjuleik“

Að sögn Vučić halda vestrænir leiðtogar, að þeir geti auðveldlega sigrað Pútín með því að þreyta hann og veikja með stríðinu í Úkraínu. Serbneski forsetinn sagði, að það væri ástæðan fyrir því, að leiðtogar Vesturlanda hefðu ekki áhuga á friðarviðræðum.

Vučić sagði jafnframt, að áætlun Nató væri að fara inn í Úkraínu og breyta landafræði þess sem við þekkjum í dag sem Rússland. Einnig atburðarás þar sem Pútín verður síðan steypt af stóli.

„Leiðtogar Evrópu leika miklar hetjur í dag en láist að segja þjóðum sínum, að greiða verður mjög hátt verð fyrir það.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa