Fyrsta samþykkt ESB-þingsins: Fordæma friðarviðleitni Viktor Orbáns

Nýkjörið Evrópuþing samþykkti ályktun á miðvikudag sem fordæmir ferð Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til Moskvu til að ræða frið í Úkraínu við Pútín.

Þingmennirnir telja að heimsókn Orbáns til Moskvu sé farin í óþökk ESB og hunsi grundvöll Evrópusambandsins og sameiginlega utanríkisstefnu aðildarríkjanna sem ESB segist stjórna. ESB-elítan ætlar því að refsa Ungverjalandi fyrir hinn hræðilega glæp: „að tala fyrir friði.“ Nýleg árás á barnaspítala í Úkraínu undirstrikar einnig, hversu „óviðkomandi“ friðarviðleitni Viktors Orbáns er, segir í ályktuninni.

Auka hernaðarstuðning við Úkraínu

Auk þess að fordæma Orbán þá inniheldur ályktunin kröfu um að ESB vinni af fullum krafti að því að virkja alþjóðlegan stuðning við Úkraínu. Evrópusambandið skal veita Úkraínu hernaðarlegan stuðning eins lengi og nauðsyn krefur og með þeim hætti sem krafist er. Þingið skorar einnig á ESB að halda áfram og auka refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og samtímis fylgjast með, endurskoða og bæta skilvirkni þeirra og áhrif. Þingmennirnir vilja einnig, að ráðið taki hart á þeim vanda að fyrirtæki í ESB, þriðju aðilar og lönd sniðganga refsiaðgerðirnar.

Stela rússneskum eigum og nota í stríðsrekstur í Úkraínu

Þingmenn fagna einnig nýjustu ákvörðun ESB um að gera rússneskar eigur upptækar sem Vesturlönd hafa stolið og nota til að styðja stríðsrekstur Úkraínu. Þeir kalla því eftir „heilbrigðum lögum varðandi upptöku á rússneskum ríkiseignum sem ESB hefur fryst.“

ESB-þingið ítrekar niðurstöðu nýlegs leiðtogafundar Nató og þá trú sína, að Úkraína sé á óafturkræfri leið að aðild að hernaðarbandalaginu. Þingmennirnir skora á ESB og aðildarríki að auka hernaðarstuðning við Úkraínu eins lengi og nauðsynlegt er og í því formi sem krafist er. Þeir vilja einnig að framkvæmdastjórn ESB leggi til langtímafjárstuðning við endurreisn Úkraínu.

Ályktunin var samþykkt með 495 atkvæðum gegn 137. 47 sátu hjá.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa