Fyrsti heimsmálaþátturinn með Margréti Friðriksdóttir FRÉTTIN.IS

Núna tekur samstarfið við FRÉTTIN.IS skref áfram, því undirritaður verður fréttamaður fjölmiðilsins í Svíþjóð. Var fyrsti þátturinn, sem er á tilraunastigi enn sem komið er, tekinn upp í dag og lagður út á Rumble eins og sjá má að neðan. Margrét Friðriksdóttir eigandi og stjórnandi Fréttarinnar tók upp þáttinn á Zoom forritinu og verður næsti þáttur tekinn upp í vikunni fyrir jólin. Við ræddum samstarfið okkar á milli, tjáningarfrelsið og þá vaxandi skerðingu sem sjá má víða í heiminum, ekki síst eru Sameinuðu þjóðirnar í harðri baráttu við að reyna að ná valdi á öllu Internet. ESB hefur samþykkt s.k. Chat control sem hefur eftirlit og yfirlit með öllum mannlegum samskiptum á Internet, símtölum ….öllum mannlegum samskiptum í snertingu við stafræna meðferð. Eru bæði ESB og SÞ harðlega gagnrýnd og telja margir, að ástandið sé farið að minna á myrkustu stundir sögunnar með einræðis- og alræðisöflum við stjórnvölinn.

Við þróum þetta áfram og fáum vonandi að heyra frá hlustendum um hvað sé rétt, hvað má gera betur, efni þáttanna osfrv. Hlýða má á þáttinn hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa