Glæpaættbálkarnir í Svíþjóð hafa komið sér fyrir í öllu samfélaginu

Ættbálkunum, sem stjórna glæpahópunum í Svíþjóð, hefur tekist komast inn í nánast allt sænska samfélagið. Það er niðurstaða sænska afbrotavarnaráðsins (Brå) í nýlegri skýrslu sem ríkisstjórn Svíþjóðar ásamt Svíþjóðardemókrötum létu gera.

Ættmenning ýmissa innflytjendahópa auðveldar glæpahópum að fá ættingja, vini, kunningja og aðra af sama uppruna til að vinna fyrir sig. Einnig auðvelda opinber forgangsmarkmið yfirvalda með fjölþjóðamenningu í öllum hlutum samfélagsins glæpahópunum að koma sínu fólki að í mikilvægar stöður í þjóðfélaginu.

Glæpahóparnir með fótfestu í öllum atvinnugreinum sem voru rannsakaðar

Fólk sem lítur út fyrir að vera venjulegt fólk með innflytjendabakgrunn og starfar í Svíþjóð, vinnur sjálfviljugt eða vegna þrýstings glæpahópanna að glæpastörfum. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn afbrotavarnaráðsins. Segir að engin atvinnugrein sé lengur undanskilin áhrifum glæpahópanna vegna útsendara þeirra sem gera glæpastarfsemina mögulega í viðkomandi grein. Brå rannsakaði meðal annars dómskerfið, fasteignamiðlun, bókhaldsiðnaðinn, lögfræðiþjónustu, öryggisgæslu og flutningabransann. Niðurstöðurnar voru sláandi vegna íhlutunar glæpahópanna í öllum atvinnugreinum sem voru rannsakaðar.

Mikilvægast að afla innherjaupplýsinga

Algengasti tilgangur með innherjum glæpahópanna er að fá aðgang að innherjaupplýsingum. Sérstaklega er mikilvægt að koma á samskiptaleiðum við meðlimi glæpahópanna sem eru í gæsluvarðhaldi. Að hafa fangavörð á launalistanum hefur mikið gildi fyrir glæpanetin og eru um leiðf aukatekjur fyrir fangavörðinn.

Í desember var starfsmaður við Attunda héraðsdóm norður af Stokkhólmi dæmdur í fangelsi fyrir að hafa gefið meðlimum glæpahóps upplýsingar um vitneskju yfirvalda um glæpamenn. Hafnarverkamenn í Helsingborg eru á launalista glæpahópanna til að tryggja umfangsmikið smygl eiturlyfja til Svíþjóðar. Einnig eru margir glæpamenn með fyrirtæki sem við fyrstu sýn virðast eðlileg en eru þvottastöðvar fyrir glæpafé.

Fjórir mismunandi flokkar

Í skýrslunni var útsendurum glæpahópanna skipt í fjóra flokka:

  • Fólk sem vísvitandi eða ómeðvitað hjálpar glæpamönnum – oftast starfsmenn fanga- eða félagsþjónustunnar
  • Fólk sem haft er samband við vegna stöðu þess og viðkomandi fenginn til að hjálpa glæpaklíkunum
  • Fólk sem vill græða peninga og fær borgað fyrir að hjálpa glæpamönnum
  • Fólk sem var sannfært um að sækja um ákveðið starf eða bauð sig til að gera það til að aðstoða glæpamennina.

Hér að neðan má lesa skýrslu Brå á sænsku:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa