Glæpir gegn fyrirtækjum í Svíþjóð kosta samsvarandi 14 þúsund milljörðum íslenskra króna

Samkvæmt nýrri skýrslu (sjá pdf að neðan) frá Samtökum atvinnulífsins í Svíþjóð, þá er heildarkostnaður tjóns vegna glæpa gegn fyrirtækjum þrisvar sinnum hærra en fjárlög ríkisins vegna lögreglunnar. Eitt af hverjum tuttugu fyrirtækjum íhugar að hætta starfsemi vegna glæpanna og mörg fyrirtæki eru löngu hætt að kæra afbrot til lögreglu.

Að sögn Lenu Nitz, hjá Samtökum atvinnulífsins í Svíþjóð, þá hefur kostnaður fyrirtækjanna vegna afbrota verið vanmetinn og varar hún við víðtækum afleiðingum afbrotanna. Hún segir í viðtali við sænska Viðskiptablaðið:

„Þar sem skortur er á opinberri tölfræði er skýrslan mikilvægt púsl í því að fá heildarmynd af glæpum nútímans gegn fyrirtækjum. Án áreiðanlegrar þekkingar verður löggæslan árangurslaus og þeir sem taka ákvarðanir eiga á hættu að vanmeta vandamálin. Mörg fyrirtæki telja líka, að glæpir gegn fyrirtækjum séu ekki teknir alvarlega og að fyrirtæki séu látin leysa málin sjálf.“

„Stjórnmálamenn verða að taka varnarleysi fyrirtækja alvarlega, annars er hætta á að afleiðingarnar verði víðtækar fyrir sænskt viðskiptalíf. Þess vegna viljum við, að yfirvöld sem vinna að því að fyrirbyggja glæpi, verði falið að gera stöðugar öryggiskannanir meðal fyrirtækja.“

49% fyrirtækja orðið fyrir barðinu á afbrotum

Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð „Kostnaður glæpamennskunnar,“ kemur fram að 49% fyrirtækja hefur orðið fyrir tjóni vegna glæpa undanfarið ár. Lena Nitz segir:

„Það er ekki ásættanlegt. Fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í starfshæfu samfélagi. Ef viðskiptalífið verður fyrir tjóni, þá skaðast einnig mótstöðukraftur samfélagsins til að takast á við aðrar stórar samfélagslegar áskoranir.“

41% fyrirtækja hætt að tilkynna afbrot

Önnur afleiðing glæpamennskunnar er, að 5% segjast hafa íhugað að hætta rekstri eða hluta rekstrar vegna glæpa á síðasta ári.

Algengustu glæpirnir sem hafa áhrif á fyrirtæki eru þjófnaður, skemmdarverk og innbrot. Jafnframt finnst mörgum fyrirtækjum, að lögreglan taki ekki þróunina alvarlega. Yfirleitt er rannsóknum lokið með lögregluskýrslu sem ekki leiðir til neinna aðgerða í framhaldinu. 41% fyrirtækja hafa algjörlega hætt að tilkynna um glæpi sem þau verða fyrir.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa