Glamour velur transkarl konu ársins 2023

Glamour Magazine hefur útnefnt kynskiptri fyrirsætu sem er líffræðilega séð karlkyns, sem „konu ársins 2023“. Tískutímaritið tilnefndi sex konur og filippseysku fyrirsætuna Geenu Rocero, transmann, sem „Konur ársins.“ Tilkynnt var um tilnefninguna þann 1. nóvember. Rocero er auk fyrirsætustarfa, baráttumaður fyrir réttindabaráttu transfólks, rithöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Í grein Glamour um Rocero segir:

„Um aldamótin var Rocero boðin ótrúleg aðstoð við umbreytingarmarkmið sín af hálfu San Francisco. Móðir hennar veitti dyggan stuðning í gegnum allt ferlið. Allt frá aðstoð við val á nýju nafni til samvistar við hlið hennar á meðan kynferðisaðgerðin stóð yfir. Með fyrirheiti um breytt líf varð sífellt auðveldara fyrir hana að lifa lífinu án þess að þurfa að ganga með sjálfsmynd sína falda í erminni.“

„Nú, meira en áratug síðar, er Rocero vinsæl fjölmiðlapersóna og baráttukona fyrir réttindi transfólks. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal að verða fyrsti transsendiherra Frú Alheims í Nepal og fyrsti Kyrrahafstransinn sem fær tilnefningu Playboy sem „leikfélagi ársins.“ Hún hefur einnig talað fyrir transréttindum í Hvíta húsinu, Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og í heimalandi sínu, Filippseyjum.“

Greinin heldur áfram:

„Þessa dagana einbeitir Rocero sér að fjölmiðlafyrirtæknu Gender Proud, sem miðlar sögum um transa og kynlaust fólk. Hún stofnaði fyrirtækið árið 2014…. og er með mörg leynileg verkefni á borðinu. Rocero hefur ástríðu fyrir að framleiða verk sem hvetur unga transa í núverandi ástandi takmarkaðrar löggjafar í Bandaríkjunum og Filippseyjum, þar sem enn skortir lagalega viðurkenningu á trans fólki.“

Í júní birti tímaritið Glamour í Bretlandi mynd af ófrískum transmanni á forsíðunni, sjá að neðan:

Stjarnan á forsíðunni, rithöfundurinn Logan Brown,sem er líffræðileg kona „fædd í röngum líkama,“ lýsir því hvernig hún varð ólétt af maka sínum Baily J Mills og meðgönguferð hennar sem „transkarl.“ Félagi hennar, Bailey J. Mills, er líffræðilega séð karlmaður og „goðsagnakennd drag-drottning“ í Bretlandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa