Græn ritskoðun ad absurdum

Vinstri-græna borgarstjórn Stokkhólms hefur ákveðið að herða reglur um hvaða auglýsingar verði leyfðar í almenningssamgöngum. Framvegis verða auglýsingar fyrir vörur með jarðefnaeldsneyti bannaðar. Einnig auglýsingar um spilavíti (m.a. ríkisrekin). Bannið þýðir minni auglýsingatekjur fyrir borgina og stjórnarandstaðan gagnrýnir uppátækið.

Kratar, græningjar og miðflokksmenn tilkynntu um ákvörðun sína nýlega að banna auglýsingar sem „vinna gegn sjálfbærum markmiðum“ borgarinnar. Anton Fendert frá græningjum sagði:

„Almenningssamgöngur verða að vera sjálfbær samgöngutæki. Þá mega auglýsingarnar ekki vinna gegn sjálfbærum markmiðum borgarinnar. Það er stefnumörkun sem ég held að verði vel þegin af farþegum okkar.“

Formleg ákvörðun verður tekin á fundi umferðarnefndar þriðjudag. Jens Sjöström sósíaldemókrati segir í fréttatilkynningunni sem hefur vakið athygli:

„Jafnaðarmenn hafa lengi barist fyrir takmörkunum á leikjaauglýsingum. Borgin á ekki að stuðla að því að fleiri festist í feninu.“

Hefði þurft að banna auglýsingar fyrir flugsamgöngur líka

Miðflokkurinn sem styður borgarstjórn tilheyrir stjórnarandstöðunni en valdi engu að síður að greiða atkvæði með grænu ritskoðuninni. Vinstriflokkurinn sem á aðild að samsteypustjórn Stokkhólmsborgar tekur hins vegar ekki þátt í ákvörðuninni, því bannið er ekki nógu víðtækt að þeirra mati og hefði einnig átt að ná yfir flugsamgöngur.

Vara við lagalegum flækjum og málaferlum

Samkvæmt útreikningum umferðarstjórnar mun ritskoðunin kosta borgina 52 milljónir sænskar kr. í minni tekjur. Jafnframt er varað við því, að auglýsingabannið muni einnig geta orsakað „útboðs- og samkeppnislegum málaferlum.“

Stjórnarandstaðan lítið hrifin

Kristoffer Tamsons móderat, talsmaður stjórnarandstöðunnar, segir í yfirlýsingu:

„Með því að banna auglýsingar fyrir jarðefnaeldsneyti, þá er einnig verið að banna eigin Waxholmsfélaginu að auglýsa ferðir með dísilknúnum strætisvögnum. Það er einnig heimskulegt að að draga úr tekjum um 50 milljónir sænskra króna við aðstæður, þegar hverrar krónu er þörf til að koma strætisvögnum til bjargar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa