Gullverð í nýjum hæðum þegar enn einn banki í Bandaríkjunum er á leiðinni í gjaldþrot

Alþjóða gullviðskipti lokuðu í sögulegu hámarki s.l. föstudag eftir að fréttir fóru að berast um, að enn einn bandarískur banki hefði fallið.

Bandaríski bankinn „New York Community Bancorp, NYCB“ hefur lent í fjárhagsvandræðum eftir að lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat bankans í ruslflokk. Seint á föstudaginn varð önnur lækkun og hlutabréfið lækkaði enn frekar, skrifar Bloomberg.

Verð á gulli hækkaði þá úr 2047 í 2090 dollara á únsu. Við lokun viðskipta á föstudag var verðið á gulli á staðgenginu 2.088 dollara á hverja únsu sem er sögulegt hámark. Framvirkt verð í apríl lokaði í 2.095,70 dali á hverja únsu sem er einnig met.

Kreppubankinn NYCB vinnur sérstaklega með eigendum atvinnuhúsnæðis og leigusölum í New York. Ekki er ljóst hversu stór hluti hækkunar gullverðsins stafar af fjárhagskreppu bankans.

Sérfræðingur hjá Pamp gullhreinsunarstöðinni segir við Kitco, að hækkun gullverðs komi í kjölfar mánaðarlangrar stöðnunar og að ekkert hafi breyst grundvallarlega. Hins vegar á eftir að koma í ljós, hvort verðhækkunin heldur áfram af sjálfsdáðum að sögn Pamp.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa