Gullverðið setur nýtt met

Gullverð hefur næstum tvöfaldast síðan 2019 (mynd © goldprice.org).

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og komst um helgina í hæsta verð sem nokkurn tíma hefur verið að minnsta kosti í sænskum krónum reiknað eða sek 22 þúsund korónur fyrir troyúnsu. Á alþjóðavísu var hæsta verðið 2.006 dalir eða 1.885 evrur á tróyúnsu.

Minni eftirspurn eftir bandarískum ríkisskuldabréfum kynti undir hækkun gullsins en miklar áhyggjur eru vegna ástandsins í bandarísku efnahagslífi. Vextir á tíu ára bandarískum ríkisskuldabréfum eru í fyrsta sinn yfir 4,9% síðan 2007.

Samtímis verður efnahagsástandið sífellt verra í Bandaríkjunum, þar sem svæðisbankar tilkynna um 600 milljarða dollara tap á útlánum til atvinnuhúsnæðis, sem einnig hefur áhrif á hækkun gullverðs. Bandaríski sjóðsstjórinn Larry Lepard segir í viðtali við Kitco:

„Allir vita að eitthvað mun fara úrskeiðis og að hrun er væntanlegt á svipaðan hátt og 2008. Það mun verða endalaus hörmung.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa