Hallærislegt að vera með pólitískan rétttrúnað

Viðhorf unga fólksins breytast hratt, sífellt færri kenna sig við hugtök eins og „and-rasisma“ og „femínisma.“ Áhugi hefur einnig minnkað á loftslagsmálum – sem og stjórnmálum almennt. Einn sænskur menntaskólanemandi segir í viðtali við dagblaðið DN: „Mörgum finnst það orðið hallærislegt að vera með pólitískan rétttrúnað.“

Unglingavogin (Ungdomsbarometern) er stærsta árlega könnun Svíþjóðar sem byggir á svörum frá 15.000 ungmennum um allt frá tómstundaáhuga til stjórnmála. Í nýjustu skýrslunni (sjá pdf að neðan), sem gerð var síðastliðið haust um ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára, má greinilega sjá minni áhuga almennt á stjórnmálum. Í staðinn skipta vinir, fjölskylda og eigin fjárhagur meira máli. Hlutfall ungs fólks sem hefur áhuga á þjóðfélagsmálum hefur lækkað úr 50% árið 2018 í 38% árið 2023. Ulrik Hoffman, forstjóri greiningarfyrirtækisins Ungdomsbarometerns segir í fréttatilkynningu:

„Það er mikilvægt að muna, að þetta sýnir núverandi mynd æskunnar í Svíþjóð. Við erum í erfiðum heimi sem gerir það að verkum að athygli margra unglinga dregst nær sjálfum sér. Stóru þjóðfélagsmálin verða að bíða. Unga fólkið leggur kraftinn í mál sem skapa öryggi og tryggir líðandi stund. Það getur snúist um að forgangsraða eigin efnahag, menntun, starfsframa eða vini.“

Mikilvægi umhverfismála hrasa úr 55% í 34%

Mikilvægi umhverfisins í þjóðfélagsmálum hefur minnkað úr 55% í 34% á síðustu tveimur árum. Fjöldi ungs fólks sem skilgreinir sig sem „and-rasista“ hefur fækkað um helming úr 32% árið 2020 í 17% árið 2023. Þeir sem líta á sig sem „femínista“ hefur fækkað úr 30% í 23% á sama tímabili. Um það bil fimmti hver karlmaður er ósammála fullyrðingunni „Lýðræði er besta kerfið við allar aðstæður.“ Tuva Grahnström, sem er nemandi í Kungsholmen vestra menntaskólanum í Stokkhólmi,segir við DN:

„Mörgum finnst hallærislegt að vera pólitískt rétttrúaður. Núna heyrir maður oftar rasista- og andfemínistabrandara en áður.“

Einungis 1% telur Svíþjóð alfarið á réttri braut

Skýrsluna má lesa á sænsku hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa