Heimsmálin: Góð frétt um vöxt Fréttarinnar

Þeir sem segja fréttir alla daga gleyma því stundum ef eitthvað er að frétta af þeim sjálfum. Í því upplýsingastríði sem geisar í heiminum er litla Ísland ekki undanskilið. Það á við um breytta tækni, baráttu um frelsi á netinu og breyttar venjur neytandans. Þær góðu fréttir bárust af Fréttin.is að umferðin á síðum fjölmiðilsins er orðin meiri en öll umferð á Nútímanum, Bylgjunni og Hringbraut samanlagt.

Í 12. þætti Heimsmálanna ræddu þau Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Skúlason um vöxt Fréttarinnar en umferðin hefur vaxið um 56% á einum mánuði. Margrét greindi frá því að heimsóknum hefði fjölgað um 200 þúsund og Fréttin væri núna númer 55 á heimasíðulistanum fyrir Ísland. Lýsti hún ástandinu á Íslandi þannig, að erfitt væri orðið fyrir góða, heiðarlega blaðamenn að vinna á fjölmiðlum með stýrðri dagskrá. Þess vegna hættu sumir blaðamenn sem ekki vilja selja starfsheiðurinn fyrir nokkrar krónur. Þörfin á frjálsum fjölmiðli sem stendur á grundvelli málfrelsis og tjáningarfrelsis blaðamanna hefur því aukist sem er tímanna tákn núna, þegar glóbalistar skerða tjáningarfrelsi einstaklingsins út um víða veröld.

Ævilangt fangelsi fyrir „hatursorðræðu“ á Internet

Nýjasta dæmið er frumvarp ríkisstjórnar Justin Trudeau í Kanada um allt að lífstíðar fangelsi fyrir að vera með „hatursumræðu“ á netinu. Dómsmálaráðherra Kanada segir samfélagsmiðla ala á hryllilegri andúð gegn múslímum og því verði að taka hart á málunum. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið dæmi um ofstæki ráðamanna sem þola ekki gagnrýni. Eiginlegar er hatursumræða best skilgreind sem „yfirlýsingar sem yfirvaldið hatar.“ Allir sjá að lýðræðið, málfrelsið og tjáningarfrelsið er afnumið með slíkum lögum.

Með Rétttrúnaðar-Guddu færðu tóma buddu

Það góða sem kemur sífellt betur í ljós í upplýsingastríðinu er, að þeir sem fylgja Rétttrúnaðar-Guddu fá tóma buddu. Það fékk Google að reyna í vikunni, en félagið tapaði 70 milljörðum dollara á einum degi vegna þeirrar einstrengingslegu einsýni sem búið var að matreiða ofan í gervigreind Googles Frú Gemini. Sagði Margrét að líkja mætti þessu við rétttrúnað á sterum og fylltist Gemini svo miklu hatri á hvíta, að ekki fékkst mynd af hvítum og viðkomandi varaðir við rasisma sem væru að spyrjast eftir hvítum. Ekki batnaði það við kynjafárið, því sá sem sagði óvart rangt kyn um einhvern jafnvel í tómri fáfræði, fékk þá að heyra að betra væri að heimurinn dræpist í kjarnorkustyrjöld en að hán yrði sagt, sögð, talinn eitthvað annað en hann, hún, það, hán, hnén er raunverulega. En markaðurinn svaraði með stóra fingrinum og Google varð að slökkva á þessari sterasjúku gervigreind. Í bili alla vegana.

100 ára gömul áætlun um heimsyfirráð Íslam

Margrét greindi frá viðtali við Yasmine frá Gaza sem lýsti 100 ára gamalli áætlun Íslam um að ná yfirráðum í heiminum. Er um harðsvíraðan ofstækisfullan minnihluta öfgahóp í stíl við Hamas og ÍSIS og aðra slíka að ræða sem hafa nákvæma, úthugsaða djöfullega áætlun að ná völdum. Notfæra þeir sér m.a. nytsama sakleysingja „useful idiots“ til að ná markmiðum sínum.

Þátturinn var samanþjappaður með nýjum upplýsingum frá alþjóðasenunni sem teygir sig til Íslands. Ítalskir grínistar sem „aðstoðuðu“ Joe „Kennedy“ Biden að finna ræðupúltið komu við sögu í lok þáttarins.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa