Henry Kissinger látinn

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn. Tími hans sem utanríkisráðherra einkenndist af stórum og sumum mjög umdeildum ákvörðunum. Hann var af sumum talinn stríðsglæpamaður.

Henry Kissinger lést 100 ára að aldri aðfaranótt fimmtudags á heimili sínu í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í minningargrein á vefsíðu Kissingers.

Hinn ódæmdi stríðsglæpamaður

Kissinger var þýsk-bandarískur gyðingur sem starfaði sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1973-1977 og þjóðaröryggisráðgjafi frá 1969-1977. Hann var starfandi ráðgjafi 12 forseta, allt frá John F. Kennedy til núverandi forseta Joe Biden, segir í frétt The New York Times.

Kissinger var umdeildur stjórnmálamaður og af sumum talinn stríðsglæpamaður fyrir hlutdeild sína í stríðsstefnu Bandaríkjanna í kalda stríðinu. Tímaritið Rolling Stone lýsti Kissinger sem áhugalausum um þær þjáningar og dauða sem stefnan olli.

„Sprengið allt sem hreyfist“

Hann er oft nefndur vegna friðarverðlauna Nóbels og voru þau friðarverðlaun umdeild eins og oft hefur verið. Sjálfur vildi hann ekki fá verðlaunin. Kissinger gerði samning um vopnahlé í Víetnam stríðinu og að Bandaríkin drægju sig út úr Víetnam. Gerði hann samninginn við norður-víetnamska hershöfðingjann Lê Đức Thọ árið 1973 og deildu þeir báðir friðarverðlaunum Nóbels sama ár.

Hann bar mikla ábyrgð á stríðsaðgerðum Bandaríkjamanna í hlutlausu löndunum Laos og Kambódíu (sem ruddi brautina fyrir Rauðu khmerana). Hann bar einnig ábyrgð á miskunnarlausum sprengjuherferðum gegn óbreyttum borgurum í Víetnam. Hann er sagður hafa gefið bandaríska flughernum fyrirskipanir um að „sprengja allt sem hreyfist“ bæði í Víetnam og Kambódíu. Talið er að stríðið hafi kostað yfir 500.000 mannslíf óbreyttra borgara fyrir utan alla hermenn árin 1965-1974. Samkvæmt Wikipediu fórust samtals 1,353.000 manns í því ljóta stríði.

Mesta afrekið fyrir róða

Það sem venjulega er litið á sem mesta afrek Kissingers var, að honum tókst að færa Kína nær Bandaríkjunum og fjarlægjast Sovétríkin. Þetta átti stóran þátt í að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna í Asíu. Það stuðlaði líka að því, að lengi vel var gjá á milli Rússlands og Kína.

4. febrúar 2022 upplifði Kissinger, að Rússland og Kína styrktu formlega tengsl landanna. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að stríðið í Úkraínu hófst, hefur samvinna ríkjanna styrkst og Kína hefur fjarlægst Bandaríkin.

Kissinger og Trump í Hvíta húsinu.
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa