Hlóð rafbílinn og fékk reikning upp á 190 þúsund

Jaan og sambýliskonan Ninni keyptu rafbíl í þeim tilgangi að gera gott fyrir loftslagið og eiga um leið pínulítið meira eftir í veskinu. Útkoman varð hins vegar allt önnur.

Á meðan þau áttu heima í norðurhluta Stokkhólms, þá var hleðslukostnaðurinn á bilinu 1.900 – 3.800 kr. á mánuði (150-300 kr sænskar). Nýlega fluttu þau í annað hverfi, þar sem þau settu bílinn á hleðslu á næstu hleðslustöð um nóttina.

Lokað fyrir hleðslu vegna ógreidds reiknings

Einn daginn var skyndilega lokað fyrir hleðsluþjónustuna, þar sem upphæðin var of há til að hægt væri að taka hana út af bankareikningnum þeirra. Jaan segir í viðtali við blaðið Mitt i:

„Ég varð forvitinn og athugaði í appinu hvað gjöldin áttu að kosta. Í fyrstu sá ég eitthvað um 1.500 SEK og fannst það mikið. Þá áttaði ég mig á því, að ég missti af einu núlli.“

Voru rukkuð fyrir símagjöld

Verðið fyrir ellefu rafhleðslur á mánuði var tæpar 205 þúsund krónur (16.000 sænskar krónur). Þegar Jaan reyndi að andmæla kröfunni áttuðu þau sig á því, að hann greiddi fyrir bílastæði og að auk rafmagnsins greiddi hann einnig fyrir bílastæði og símagjald upp á 6,86 evrur á klukkustund. Eftir á sér Jaan eftir því að hafa ekki skoðað verðin betur í appinu. Hann hefur ekki orðið neins vísari á því að hringja í mörg fyrirtæki til að spyrjast fyrir um verðið. Hann skrifaði einnig neytendasamtökunum bréf og segir:

„Ég veit eiginlega ekki enn, hver á að fá borgað fyrir hvað. Ég er reiðubúinn að þurfa að borga en manni finnst maður greinilega vera svikinn.“

Sleppur við að borga

Hjá fyrirtækinu Virta segir framkvæmdastjórinn Martin Lundgren, að mál Jaan sé afar óvenjulegt. Hann tekur um leið fram að skuldfærslan sé rétt en samt verði greiðsluskyldan afturkölluð.

„Já, við munum taka afstöðu með bíleigandanum og sjá þetta sem tækifæri til að fræða og upplýsa. Við sjáum að hér hafa nokkrir þættir tengst saman. Þetta er orðinn fullkominn stormur.“

Hleðslutækið tilheyrði öðru fyrirtæki

Hleðslutækið á Gustav III Boulevard, þar sem bíllinn var hlaðinn, er ekki í eigu Virta. Jaan fékk aðgang að hleðslutækinu sem tilheyrir öðrum verktaka í gegnum utanaðkomandi netsímatengingu hjá Virta. Martin Lundgren framkvæmdastjóri Virta segir:

„Þegar við skoðuðum myndir frá staðnum sáum við, að það vantaði upplýsingar um verðið á hleðslutækið. Öll verð eru alltaf sýnileg í appinu. En vegna þess að hann notaði ekki appið, þá var hann rukkaður sjálfkrafa og tók ekki eftir hærri upphæðum. Við hvetjum viðskiptavini okkar alltaf til að kíkja í appið þar sem þeir eru, áður en þeir byrja að hlaða bílinn.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa