Hvað þurfum við á mannfólki að halda? Hvers vegna þurfum við allt þetta fólk?

Saxað úr grein VigilantNews.com

Yuval Noah Harari, einn af uppáhalds höfundum Baracks Obama og tíður ræðumaður í Davos, gaf nokkrar átakanlegar yfirlýsingar í viðtali við Steven Bartlett, breskan YouTuber sem rekur rásina „Dagbók framkvæmdastjórans“ (sjá neðar á síðunni).

Harari heldur því oft fram að hægt sé að hakka mannfólkið sem séu ekkert annað en aumar verur á raunverulegs frjáls vilja. Áður vakti hann „hina stóru pólitísku og efnahagslegu spurningu 21. aldar“:

„Til hvers þurfum við mannfólk? Eða að minnsta kosti, til hvers þurfum við svona mikið af fólki?

„Að Trump verður forseti þýðir banahögg á það sem eftir er af heimsskipulaginu“

Harari virðist viðurkenna núna, að sjónarmið glóbalista, þar á meðal hans eigin, verða sífellt óvinsælli. Þegar hann var spurður spurningarinnar: „Hefurðu áhyggjur af því að Trump gæti verið kjörinn aftur innan skamms?“ svaraði Harari: „Mér finnst það mjög líklegt.“ Það sem Harari sagði næst fékk fólk til að lyfta augabrúnum:

„… og ef það gerist [að Trump nái kjöri], þá er líklegt að það verði eins og dauðahögg á það sem eftir er af heimsskipulaginu. Trump segir það opinskátt.“

Harari heldur því fram, að persónur eins og Trump og aðrir stjórnmálamenn sýni „falska tvískiptingu“ á milli þjóðernishyggju og alþjóðavæðingar með því að gefa til kynna að hvort tveggja geti verið samtímis:

„Það ætti að vera ljóst að margir þessara stjórnmálamanna — þeir setja fram falska tvískiptingu, falska tvískipta sýn á heiminn eins og það sé hægt að velja á milli ættjarðarástar og alþjóðahyggju, á milli þess að vera tryggur þjóð sinni og að vera trúr einhvers konar alheims ríkisstjórn eða hverju sem er.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Yuval Noah Harari í heild sinni í myndbandinu eftir X sem sýnir hluta viðtalsins:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa