Í fyrsta skipti í 500 ár: Krúnuhafi Danmerkur afsalar sér völdum

Margrét Þórhildur Danadrottning. 500 ár eru síðan danskur krúnuhafi afsalaði sér völdum síðast. Mynd: Wikipedia

Í miðjum nýársfagnaði bárust tíðindi frá Danmörku sem ekki hafa borist í 500 ár: Krúnuhafinn afsalaði sér völdum. Árið 2024 verður Margrét Þórhildur Danadrottning ekki lengur þjóðhöfðingi Danmerkur.

Á gamlárskvöld, aðeins nokkrum klukkustundum áður en klukkan hringdi nýja árið inn, tilkynnti Margrét Þórhildur Danadrottning að hún hygðist hætta sem drottning. Þetta tilkynnti hún í árlegri áramótaræðu sinni, sem send var í danska DR.

Ástæðan er hár aldur hennar, 83 ára, sem hún segir hafa tekið sinn toll. Í ræðu sinni kom hún inn á aðgerð í baki sem hún fór í fyrr á þessu ári og hefur eflaust átt sinn þátt í ákvörðun hennar. Þann 14. janúar hefur hún verið drottning í nákvæmlega 52 ár og þann dag segir afsalar hún völdum formlega. Þá mun Friðrik krónprins, elsti sonurinn, taka við krúnunni sem konungur Danmerkur..

Nákvæmlega 500 ár eru síðan krúnuhafi Danmerkur afsalaði sér völdum. Það var Kristján II. þekktur í Svíþjóð sem Kristján „harðstjóri.“ Hann afsalaði sér völdum ár 1523, skömmu eftir að Gustav Vasa hafði rekið hann út úr Svíþjóð. Það ár fagnaði Svíþjóð 500 árum sem opinber frjáls þjóð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa