Íhaldssamir blökkumenn – það versta sem hefur komið fyrir Joe Biden

Donald Trump heldur áfram að laða að kjósendahópa sem áður kusu Demókrata. Þrátt fyrir að elítan ásaki hann um að vera „rasista“ er það samt hann sem þessir hópar vilja sjá sem næsta forseta.

Aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma eru forkosningar repúblikana í Suður-Karólínuríki. Rétt eins og í öllum prófkjörum fram að þessu, þá er Donald Trump spáð nýjum stórsigri gegn keppinautnum Nikki Haley.

Vilja frekar hvíta náungann

Á föstudaginn hélt ávarpið Trump svarta kjósendur á fundi íhaldssamra blökkumanna „Black Conservative Federation.“ Þar sagði hann frá því, að örvæntingarfullar tilraunir yfirvalda til að koma honum á kné með alls kyns ákærum hefðu bara hafa aukið á vinsældir hans meðal blökkumanna sem hafa þurft að berjast við ofstæki og mismun gegnum söguna.

Hann sagði einnig frá könnun sem sýndi að hann hefði stuðning 28% svartra kjósenda. Hann bar það saman við tölur Mitt Romney, forsetaframbjóðanda repúblikana, þegar hann bauð sig fram gegn Barack Obama árið 2012. Romney hafði aðeins stuðning 4% svartra kjósenda.

Trump bar saman forsetatíð sína við forsetatíð Obama, fyrsta svarta forsetans og spurði viðstadda, hvort þeir vildu frekar fá svartan forseta eða hvíta forsetann. Áheyrendur fögnuðu ákaft svo Trump gat fullyrt glaður í bragði:

„Ég held að þeir vilji hvíta náungann.“

Blökkumenn og „latinos“ streyma til Trumps

Það eru ekki bara blökkumenn sem streyma til Trumps. Trump höfðar einnig til fleiri latínumanna (fólk frá Suður-Ameríku) en nokkur annar forsetaframbjóðandi repúblikana. Þessir kjósendur eru á móti gríðarlegum ólöglegum innflutningi til USA og öfgafullum rétttrúnaði – „woke.“

Stjórnmálaandstæðingar Trumps reyna að telja fólki trú um að hann sé rasisti. Fjölmiðlar klippa sundur yfirlýsingar hans og taka úr samhengi eins og t.d. þegar þeir sögðu Trump segja að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð þjóðarinnar.“

Fjölmiðlar reyndu að gefa í skyn, að Trump væri að tala um kynþátt en svo var ekki. Hann var að tala um glæpamenn, andlega óstöðuga og hryðjuverkamenn sem eyðileggja samfélagið og skaða samheldni og öryggi Bandaríkjanna. Heyra má ávarp Trumps hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa