„Írland – við erum í stríði!“

„Írland, við erum í stríði!“ Hnefaleikameistarinn Conor McGregor „slær“ til yfirvalda eftir að ráðist var að börnum í hnífstunguárás í Dublin.

Fimm manns, þar á meðal börn, voru stungin nálægt skóla í Dublin á Írlandi á fimmtudag af ódæðismanni sem enn hefur ekki verið gefið upp hver er. Þrjú börn og tveir fullorðnir, kona og maður, voru flutt á nærliggjandi sjúkrahús með stungusár. Ekki er vitað um líðan þeirra. Sögur eru í gangi um að gerandinn sé alsírskur innflytjandi.

https://twitter.com/TRobinsonNewEra/status/1727704945351172505?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1727704945351172505%7Ctwgr%5E307a7ed6a05dfa97a356048f8421f3741adc05ae%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thegatewaypundit.com%2F2023%2F11%2Fjust-multiple-people-including-children-stabbed-near-school%2F

Irish Times greindi frá:

Í meiriháttar árás voru nokkrir, þar á meðal þrjú börn, særð í norðurborg Dublin. Búið er að bera kennsl á mann sem talinn er hafa framið hnífaárásina og stór hnífur fannst á vettvangi á Parnell Square East. Svæðinu hefur verið lokað í Gardaí.

Að minnsta kosti þrjú börn hlutu stungusár og sumar heimildir telja, að sú tala eigi eftir að geta hækkað. Ódæðismaðurinn sem grunaður er um hnífaárásina hefur verið handtekinn og hlaut sár, sem talið er að hann hafi valdið sjálfum sér.

Fyrstu fréttir benda til þess að maðurinn hafi ráðist á fjölda ungmenna og og barna og vegfarendur hafi gripið inn í. Börn auk vegfaranda og karlmanns sem var handtekinn á vettvangi, hafa verið flutt á sjúkrahús með áverka, þar á meðal stungusár.

Óeirðir í Dublin

Eftir árásina brutust út óeiriðir í Dublín eins og sjá má á myndböndum hér að neðan. Íbúarnir saka yfirvöld um hömlulausan fólksinnflutning og telja, að ódæðismaðurinn sé innflytjandi frá Algeríu. Lögreglan hafði þá ekki sagt neitt um bakgrunn ódæðismannsins sem þeir handtóku. Árásin var gerð á börn asem stóðu í röð til að fara inn á leikskóla. Fimm ára stúlka fékk bráðameðferð á vettvangi árásarinnar og kona á þrítugsaldri hlaut einnig alvarlega áverka. Spenna ríkir í þessum bæjarhluta varðandi innflytjendamál eftir að mótmæli brutust út á síðasta ári vegna húsnæðis farandfólks í ónotaðri skrifstofubyggingu.

Eftir árásina skrifaði fimmfaldi heimsmeistarinn og bardagakappinn Conor McGregor um hina grimmilegu árás á saklaus börnin á X: „Írland, við erum í stríði.“

Conor McGregor skrifar einnig um ummæli lögreglustjórans Drew Harris, sem útskýrir óeirðirnar með því, að það hafi slagsmálabullur með öfgahægri hugmyndafræði verið á ferð:

„Drew, ekki nógu gott. Það er alvarleg hætta á meðal okkar á Írlandi sem hefði aldrei átt að vera hér til að byrja með. Það hefur ekkert verið gert til að styðja almenning á nokkurn hátt gegn þeirri ógnvekjandi staðreynd. EKKI NÓGU GOTT. Gerðu breytingar eða víktu úr embætti. Írland fyrir sigur 🇮🇪 Guð blessi þá sem urðu fyrir árásinni í dag, við biðjum 🙏“

https://twitter.com/TheNotoriousMMA/status/1727800056835621033?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1727800056835621033%7Ctwgr%5E00278aaa80b8572216828aea744454c2f8014549%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thegatewaypundit.com%2F2023%2F11%2Fireland-we-are-war-mma-champion-connor-mcgregor%2F

Þið uppskerið eins og þið sáið

McGregor birti síðan þetta tíst til yfirvalda sem svar við óeirðunum í kvöld. „Þið uppskerð eins og þú sáir.“

https://twitter.com/TheNotoriousMMA/status/1727809762442514717?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1727809762442514717%7Ctwgr%5E00278aaa80b8572216828aea744454c2f8014549%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thegatewaypundit.com%2F2023%2F11%2Fireland-we-are-war-mma-champion-connor-mcgregor%2F

Myndböndin frá Dublin sýna hundruði reiðra heimamanna á götum eftir hnífstunguárásina. Írskir óeirðaseggir kveiktu í Holiday Inn Express í Dublin kvöldið eftir að alsírski farandinn stakk nokkur saklaus börn. Fólkið á Írlandi er búið að fá nóg.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa