Að ræða hluti eins og „íslamavæðingu“ er pólitískt viðkvæmt fyrir suma sem halda því fram að slíkt sé ekki til og sé rasískt. Ef Svíþjóð er tekið sem dæmi er hægt að sjá, hvernig samfélagið aðlagar sig stöðugt meira að íslam. Kröfur íslamista aukast einnig með hverjum deginum – dæmin eru mörg.
Josefin Utas bloggar um málið og nefnir 60 dæmi um það, sem hún telur vera íslamavæðingu Svíþjóðar. Hún segir að með fjölgun múslíma í Svíþjóð hafi þjóðfélagsumræðan stöðugt meira fjallað um vandamál í tengslum við íslam, sem sé þegar orðin leiðandi á nokkrum stöðum.
Margir Svíar koma til hjálpar
Hún segir, að einungis vegna þess að innflytjendahópar séu til í landinu, þá þýði það ekki kröfur séu gerðar til meirihluta samfélagsins að aðlaga sig að siðum innfluttra. En Íslam er öðru vísi með virkri útbreiðslu trúarinnar. Margir Svíar falla flatir í góðsemi sinni og dragast með í að breiða út forréttindi fyrir íslam. Utas skrifar:
„Burtséð frá því hvað þú velur að kalla það, íslamavæðingu eða ekki, þá fullyrði ég að áhrif íslams á Svíþjóð eru mikil og að Svíþjóð er að breytast í þá átt. Spurningin er frekar, hversu langt þróunin gengur, hversu hratt og hver útkoman verður. Eða hvort að þróunin breyti um stefnu og hvert hún leiðir þá – samhliða þessu aðlagast margir með erlendan bakgrunn líka sænskri menningu og gildum.“
Fyrstu tíu atriðin á lista Utas
Sem rök um yfirstandandi íslamavæðingu Svíþjóðar setur Utas fram lista með 60 atriðum Hérna eru fyrstu 10 atriðin:
- Mikill fjöldi kvenna klæðist núna blæjum hijab, þar á meðal niqab (hylur allt andlitið) sérstaklega í borgum og á ákveðnum svæðum.
- Moskum fer fjölgandi í Svíþjóð. Nokkrar eru fjármagnaðar af öðrum ríkjum eins og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar og Tyrklandi í gegnum tyrknesk stofnunina Diyanet.
- Reknir eru skólar, leikskólar og lýðháskólar að íslömskum sið. (Sumum hefur þurft að loka vegna vandamála með ójöfnuð, misnotkun fjár o.s.frv.)
- Róttæku salafistasamtökin Hizb ut-Tahrir, sem vilja innleiða íslamskt kalífadæmi og eru bönnuð í mörgum öðrum löndum, sjást um þessar mundir á torgum í Svíþjóð.
- Hárgreiðslustofur skipuleggja og auglýsa sérstakar deildir fyrir konur með blæju.
- Árás Hamas á Ísrael var fagnað á götum og torgum í Svíþjóð (og um allan heim).
- Fyrirbæri framandi í sænskri menningu, eins og fjölkvæni, barnahjónabönd og nauðungarhjónabönd eiga sér stað/eru til nú á dögum í Svíþjóð.
- Íslam eru orðin næst stærstu trúarbrögð Svíþjóðar (og arabíska er núna orðið næststærsta tungumál Svíþjóðar).
- Starfsfólk leikskóla fylgist með börnum sem eru neydd til að bera blæju hijab, að boði foreldra þeirra. Stúlkum eru settar skorður, til dæmis má ekki sjást í fætur þeirra.
- Svíþjóð var eitt af þeim löndum sem flestir, miðað við höfðatölu, fóru til að berjast með hryðjuverkasveitum ÍSIS.