Ísland er eins og Ísrael – við hættum að vera þjóð ef við töpum þessari baráttu

Frá kuldanum í Svíþjóð til sólskinsins á Spáni náðist tal af þeim góða manni og öflugu rödd í þjóðfélagsumræðunni Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni sem var staddur á Spáni. Hann brást vel við beiðni um að tjá hug sinn varðandi það neyðarástand sem er að skapast í málefnum hælisleitenda á Íslandi. Ekkert lát er á innflutningi slíkra og innviðir landsins komnir að þolmörkum segir Jón og vísar til sveitarstjórnarmanna og fjölmiðla á Íslandi. Jón Magnússon ber Ísland í hjarta sínu og segir, að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við af festu og spyrna við fótunum svo innflytjendamálin fari ekki úr böndunum.


Jón Magnússon hefur yfirgripsmikla reynslu af vettvangi stjórnmálanna allt frá æskuárum. Hann var m.a. formaður Stúdentaráðs, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973–1981, var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna Reykjavík og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann var einnig í þjónustu almannahagsmuna sem formaður Neytendasamtakanna og Neytendafélagsins á höfuðborgarsvæðinu. Að auki hefur hann verið þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og var formaður þess fyrrnefnda um tíma.


„Góða fólkið“ vill ekki heyra að hjálpin verður hundraðfalt stærri hjá viðkomandi í stað þess að vera sóttir til Íslands

Hælismálin eru í brennidepli um þessar mundir. Ekki síst eftir gosið í Grindavík, því í ljós hefur komið að peningar hafa verið teknir úr viðlaga- og hamfarasjóðum og eytt í hælismál og gæluverkefni eins og montfund með ESB í Hörpu í fyrrasumar. Jón Magnússon segir að núna eigi að flytja inn fleiri hælisleitendur og ríkissjóður hafi verið rekinn með tapi að undanförnu og því eigi að taka lán til að greiða uppihald fyrir hælisleitendur á Íslandi sem komandi kynslóðir þurfa að borga fyrir. Jón Magnússon bendir á, að bruðlið einkennist einnig af því, að margfalt minni hjálp verði úr peningunum, þegar hælisleitendur eru sóttir til Íslands heldur en ef aðstoð yrði send til þeirra heima, þar sem við verður komið. Þá margfaldist hjálpin allt að 100 sinnum. Hann skrifar á blog.is:

„Hvar á að taka þá fjármuni, þegar óráðsstjórnin sem nú situr hefur rekið ríkissjóð með bullandi halla undanfarin ár auk þess að stela peningum og tæma þá hamfara- og neyðarsjóði sem ákveðnar og jafnvel markaðar skatttekjur hafa runnið til. Þeir sem þannig hafa ráðslagað verða að taka út sína refsingu í næstu kosningum.“

Þeir sem styðja Hamast geta gjarnan farið til Gaza

Umræðan barst að þeirri íhlutun sem á sér stað á Austurvelli, þegar Hamas-sinnar opna tjaldbúðir og flagga með palestínskum fána. Heimta þeir innflutning fjölskyldumeðlima sinna til Íslands og fleiri Hamas-liða og spyrja má til hvers? Nýlega flutti lögreglan Ísis-liða frá Akureyri og Jón segir að glæpaklíkur séu komnar til landsins og valdi spjöllum. Tilfinningarnar komu fram, þegar hann minntist hinnar svívirðilegu og óskiljanlega hrottafengnu árásar Hamas á Ísrael 7. október s.l. „þar sem þeir meira að segja voru að steikja ungabörn lifandi.“

Jón segist lítt skilja stuðning fyrir slíku á Íslandi og mættu þeir sem styðja Hamas gjarnan fara til Gaza. Sem mark um ofstæki vinstri manna, þá nefndi Jón nýleg skrif Bjarna Benediktssonar, sem gerði athugasemdir við tjaldbúðir fyrir framan alþingishúsið á milli hússins og styttu sjálfstæðisforingjans Jóns Sigurðssonar. Segir Jón skrif utanríkisráðherrans hafi verið stillt mjög í hóf en samt heyrðust væringjar og hróp til stuðnings töku Hamasliða á Austurvelli sem margir telja sameiginlega útistofu þjóðarinnar.

Ástandið á Íslandi var líka sett í samhengi hluta á alþjóðavettvangi þar sem þeir ofsaríku hafa hóað sér saman til að taka völd af þjóðum og einstaklingum. Þar fer sjálfur forsætisráðherra Íslands í fararbroddi.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlýða á umræðuna. Þar fyrir neðan er viðtal við Jón Magnússon frá Youtube í sambandi við bókun 35:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa