Jesús kom til vígamanns Hesbollah sem skipti um trú

Afshin Javid var stríðsmaður Hesbollah í þrjú ár. Gengið á jarðsprengjum ot hengt fólk til að þóknast Allah. Hann segir hér sögu sína af beinum samskiptum við Jesús Krist sem birtist honum í fangelsi.

Frásögn Javid má sjá á myndskeiði hér að neðan og allt viðtalið við hann hér. Javid lýsir því þegar hann fór til að snúa kristnum manni yfir á trú íslams en var handtekinn og fangelsaður. Hann segir, að hann hafir verið mjög trúaður múslími, las Kóraninn spjaldanna á milli á tíu daga fresti. Hann lýsir atburðinum, þegar Jesús birtist honum í fangelsinu:

„Einn daginn, þá birtist mér maður umleikinn miklu ljósi. Þetta var ekkert venjulegt ljós, ég fann að hann var heilagur og réttlátur en ég var það ekki. Ég fann, að þótt ég væri svona trúaður múslími, þá var ég hvorki heilagur né réttlátur. Ég vissi það, að það eina rétta fyrir manninn væri að drepa mig. En ég vildi ekki deyja svo ég hljóp út í eitt hornið og setti hendurnar fyrir andlitið og hrópaði: Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu mér!“

„Ég hélt ekki, að hann myndi fyrirgefa mér. Þá lagði hann hendina á vinstri öxl mína og hann sagði: „Ég fyrirgef þér.“ Ég fann hvernig þungri byrði var létt af mér og ég vissi að mér var fyrirgefið en ég vissi ekki hvernig. Ég ruglaðist í ríminu: Aðeins guð getur fyrirgefið, ef þú ert guð, þá ert þú öðruvísi guð en sá sem ég hef tilbeðið. Svo hver ert þú sem hefur fyrirgefið mér syndir mínar? Hann svaraði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“

„Ég hugsaði með mér að það þýddi svo margt og var svo sterkt: Vegur er átt, sannleikann er hægt að mæla, lífið er uppsprettan og hann segir, að hann sé allt þetta í senn. Mér hafði aldrei áður komið til hugar, að vegurinn gæti verið einstaklingur, að sannleikurinn væri einstaklingur, að lífið væri einstaklingur – að allt þetta væri sami einstaklingurinn. Svo ég sagði: Ég skil þetta ekki, hvað heitir þú? Og hann svaraði: „Jesús Kristur.“ Einhver tók burtu öll beinin í líkama mínum og ég féll niður eins og kjötflykki á gólfið og byrjaði að gráta.“

„Mér leið eins og ég hefði verið litblindur og fékk að sjá liti aftur. Fékk að sjá, að heimurinn er svo miklu fallegri en mér hafði áður komið til hugar. Það sem gerir heiminn svo litlausan er allt hatrið og reiðin sem finnst í hjörtum múslíma. Fólk spyr: Af hverju hatar þú gyðinga? Ég hafði aldrei hitt neinn gyðing. En ég hélt, að Hitler væri góður maður, sem hefði ekki lokið ætlunarverkinu. Ég veit ekki af hverju ég hataði þá. Enginn gyðingur hefur nokkru sinni gert mér neitt illt. Guð skapaði okkur ekki til að hata. Hann skapaði okkur ekki til að bera fræ dauðans. Hann skapaði okkur ekki til slíkra hluta, það er verk djöfulsins. Jesús er ekki sá guð sem fagnar því, þegar gyðingar eru drepnir.“

Hér að neðan má sjá hluta viðtalsins en allt myndskeiðið má sjá hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa