Jesús leikarinn styður Trump

Jesús leikarinn Jim Caviezel lýsir opinberlega yfir stuðningi við Trump eftir banatilræðið.


Stuðningurinn fyrir Donald Trump hefur rokið upp eftir morðtilræði helgarinnar. Milljarðamæringar og íþróttastjörnur hafa lýst yfir stuðningi við hann sem næsta forseta Bandaríkjanna. Jesús leikarinn Jim Caviezel sem varð heimsfrægur fyrir túlkun sína á Jesú Krist í myndinni „The Passion of the Christ“ sem Mel Gibs leikstýrði, er nýjasta stórstirnið í röðinni sem lýsir opinberlega yfir stuðningi við Donald Trump.

Donald Trump hafði verndarengil. Hann snéri höfðinu í sömu andrá og morðinginn skaut. Kúlan fór í gegn um hægra eyrað. Slökkviliðsmaðurinn og fjölskyldufaðirinn Corey Comperatore var myrtur þegar hann varði fjölskyldu sína fyrir kúlum morðingjans. Hinn 57 ára David Dutch og 74 ára James Copenhaver særðust af skotunum. Fátt hefur fengið jafn mikið á heiminn þessa helgi en skotárásin á Trump. Stuðningur við Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna hefur stóraukist. Hafin var söfnun til styrktar fórnarlömbum morðingjans og söfnuðust þrjár milljónir dollara á nokkrum klukkustundum. Markmið söfnunarinnar var ein milljón dollara.

Milljarðamæringar eins og Elon Musk og Bill Ackman lýstu skömmu síðar yfir stuðningi sínum við Trump sem forseta Bandaríkjanna. Íþróttastjörnur eins og Conor McGregor, Dana White, Marlon Humphrey og Sauce Gardner hafa einnig tekið opinbera afstöðu með Trump eftir árásina.

Leikarinn Jim Caviezel hefur lýst yfir fullum stuðningi við Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna. Það tilkynnti hann í færslu á X:

Caviezel er þekktastur fyrir rómaða frammistöðu sína sem Jesús Kristur í kvikmynd Mel Gibson „Passion of the Christ“ sem lýsir síðustu 12 klukkustundum í lífi Krists fram að krossfestingunni. Bæði Caviezel og Gibson eru trúræknir kaþólikkar og myndin lýsir þjáningum og krossfestingu Krists á þann hátt sem lætur engan ósnertan. Caviezel fór einnig með aðalhlutverkið í „The Sound of Freedom“ sem fjallar um baráttuna gegn mansali á börnum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa