Joe Biden ætti ekki að öskra í reiði á Bandaríkin – Bandaríkin ættu að öskra í reiði á Joe Biden.

Donald Trump var með fund í Rome, Georgiu í gær og að venju fyrir fullu húsi. Joe Biden hélt samtímis „fjöldafund“ með nokkur hundruð hræðum í Atlanta, Georgiu sbr. myndskeið að neðan. Trump gagnrýndi Joe Biden fyrir „öskra í reiði á Bandaríkin“ í stefnuræðu forsetans á Bandaríkjaþingi í vikunni. „Í stað þess að Joe Biden öskri í reiði á Bandaríkin ættu Bandaríkin að öskra í reiði á Joe Biden.“

Demókrötum er meira annt um morðingja en fórnarlömb þeirra

Trump minntist einnig á, að Joe Biden baðst afsökunar á að hafa kallað morðingja Laken Riley ólöglegan innflytjenda:

„Joe Biden kom fram í sjónvarpi og baðst afsökunar á því að hafa kallað morðingja Laken ólöglegan innflytjenda, hann vildi ekki kalla hann ólöglegan. Hann sagði að hann hefði átt að kalla hann óskráðan ekki ólöglegan og hann vildi biðjast afsökunar.“

Það hefur vakið eftirtekt, að leiðandi demókratar eins og t.d. Nancy Pelosi hafi gagnrýnt orðaval Bidens á morðingja Laken Rily sem var myrt af ólöglegum innflytjenda frá Venúsúela sem kom til Bandaríkjanna 2022. Pelosi vildi að Biden hefði notað orðið „óskráður“ innflytjandi í staðinn fyrir „ólöglegur.“ Fundarmenn á fundi Trumps bauluðu hins vegar á fyrirlitningu demókrata að gleyma fórnarlambinu og ræða bara um morðingjann.

Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir mannfjöldann sem beið eftir Trump tveimur klukkutímum áður en hann átti að hefja ræðu sína og annað þegar Trump gekk upp á sviðið í gær. Þar fyrir neðan eru svo myndir af „fjöldafundi“ Joe Biden á sama tíma.

„Fjöldafundur“ Joe Biden í Atlanta, Georgiu í gær.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa