Þegar Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kom í heimsókn til Cottbus höfðu bændur safnast saman í stórum hópi. Samkvæmt Junge Freiheit, þá varð kanslarinn að fela sig á bak við breiðan varnarvegg.
Mikil mótmæli bænda gegn vinstri-kratastjórninni eru í fullum gangi um allt Þýskaland. Á fimmtudaginn heimsótti kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, heimsótti borgina Cottbus til að taka þátt í opinberri athöfn. Þá voru svo margir bændur komnir sem kröfðust þess að fá að tala við kanslarann, að lögreglan sá enga aðra leið en að girða af svæðið með þungum hindrunum. Voru varnargarðar settir upp á meðan bílalest ók gegnum borgina.
Eftir að ræðumaður á fundinum lýsti því yfir, að Scholz myndi ekki ræða við bændur var baulað á hann, skrifar Junge Freiheit. Þegar tilkynnt var um að fulltrúi bænda fengi að hitta fulltrúa jafnaðarmanna hrópuðu bændur:
„Kanslarinn getur komið sjálfur!“
Cottbus er miðstöð fyrir mótmæli bænda sem munu standa út vikuna. Dráttarvélar lokuðu nánast allri borginni á mánudaginn. Á sama tíma hélt flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative for Germany, AFD“ mótmælafund gegn ríkisstjórn Þýskalands með þúsundum stuðningsmanna á Gamla torginu.“
Síðar kom það í ljós á fimmtudag, að Olaf Scholz hitti í raun fulltrúa þýska landbúnaðarsambandsins í Cottbus.
AFD – sem hinir flokkarnir eru að reyna að banna – bætir stöðugt við fylgið. Í nýjustu könnun Yougov fær flokkurinn 24% sem er nýtt met.