Kjarnorkulínan samþykkt af sænska þinginu

Myndin er af kjarnorkuverinu í Ringhals, Svíþjóð (mynd Wikipedia).

Sænska þingið gaf á í vikunni grænt ljós á nauðsynlegar lagabreytingar til að hefja megi að nýju byggingu kjarnorkuvera í Svíþjóð. Stjórnarandstaðan, sósíaldemókratar, umhverfisflokkurinn, vinstri-grænir og miðflokkurinn greiddu atkvæði gegn áætlun um að tryggja Svíþjóð raforku í komandi framtíð.

Fyrri rauðgrænu ríkisstjórnir Svíþjóðar lokuðu stórum hluta sænskra kjarnorkuvera. Knúðu í gegn lög til að leggja krók fyrir núverandi ríkisstjórn sem þurfti að greiða úr aukaflækju til að stýra landinu frá orkuskerðingarstefnu krata og kommúnista. En á fimmtudaginn samþykkti sænska þingið hins vegar þær nauðsynlegu lagabreytingar sem þurfti til að hægt sé að stinga skóflunni í jörðina fyrir byggingu nýrra kjarnorkuvera í Svíþjóð.

Tveir nýir kjarnakljúfar fyrir 2035

Ebba Busch, orkumálaráðherra og formaður Kristdemókrata, kynnti áform ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi fyrir atkvæðagreiðsluna á þinginu. Hún sagði að ríkisstjórnin vildi fá a.m.k. tvo stóra kjarnakljúfa í raforkuframleiðslu fyrir ár 2035 og fyrirhugað sé að byggja miklu fleiri til að anna allri raforkuþörf svo hægt verði að komast að fullu frá raforkuframleiðslu á jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi 2040.

Áður en atkvæðagreiðslan fór fram urðu harðar umræður á þinginu um orkuframtíð Svíþjóðar. Lagðist stjórnarandstaðan gegn afléttingu banns um að Svíþjóð mætti eiga fleiri en tíu kjarnorkuver. Núverandi orkukreppa með innfluttu rafmagni, dýrum vindorkuverum, hærra rafmagnsverði skipti andstöðuna litlu máli sem er miklum hluta ábyrg á ástandinu. En þingið samþykkti ekki áframhaldandi græna tálsýn og samþykkti með aðeins 3 atkvæða meirihluta orkustefnu ríkisstjórnarinnar. 48 þingmenn létu sig vanta sem sýnir að einingin innan ríkisstjórnarflokkanna var ófullkomin.

Söguleg ákvörðun

Svíþjóðardemókratar, sem eru mjög virkir í orkumálum beindu harðri gagnrýni fyrst og fremst á jafnaðarmenn, sem sögðu í stjórnmálaumræðu að undanförnu, að þeir væru hlynntir nýrri kjarnorku en ákváðu að greiða atkvæði gegn kjarnorkunni á þinginu. Svíþjóðardemókratar segja breytta orkustefnu vera „sögulega ákvörðun.“ Þingmaðurinn Jessica Stegrud skrifar í athugasemd:

Svíþjóðardemókratar hafa lengi bent á, að sænska orkustefnan hafi verið eyðileggjandi og skaðleg í áratugi. Núna er verið að leiðrétta stefnuna sem er ótrúlega mikilvægt.“

Hún gagnrýnir stjórnarandstöðunni fyrir

„að vera áfram í gömlu pólitíkinni þar sem þú vilt veðurháð rafmagnsleysi sem í stórum stíl skapar helst ójafnvægi í kerfinu“.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa