Kommissjónerinn vill flytja inn 7 milljónir innflytjendur til ESB á næstu 5 árum

Ylva Johansson, innflytjendakommissjóner ESB, gangsetur nýtt innflytjendaverkefni á yfirþjóðlegum vettvangi sem gæti farið í taugarnar á mörgum. Um er að ræða „hæfileikasvið“ til að flytja inn fjölda fólks frá „ekki-vestrænum ríkjum“ til aðildarríkja Evrópusambandsins. Ástæðan er sögð þörf á nýju vinnuafli vegna vaxandi skorts á vinnuafli innan ESB.

Svíþjóð og mörg önnur ESB lönd búa við fjöldaatvinnuleysi hjá sístækkandi hópi „ekki-vestrænna innflytjenda“ sem fengið hafa landvistarleyfi. En að sögn Brussel þá er verulegur hörgull á vinnuafli í ESB. Margir telja að hægt væri að leysa vandann með því að koma þeim atvinnulausu í lausu störfin. Það ætti að vera auðvelt að minnsta kosti í þau störf þar sem ekki er krafist háskóla- eða framhaldsmenntunar.

Happdrættisvinningur fyrir farandverkafólk

Hið nýja „hæfileikasvið“ verður happdrættisvinningur fyrir farandfólk um allan heim (að undanskildum þeim vestræna), sem hvorki eiga ættingja í ESB né uppfylla skilyrði hælisleitenda. Skattgreiðendur ESB verða látnir borga brúsann eins og venjulega. Bætist sá kostnaður ofan á þann kostnað sem fer í uppihald þeirra, sem þegar eru fastir í atvinnuleysi.

Enn sem komið er er hæfileikaverkefnið aðeins á tillögustigi. Sagt er að aðildarríkjunum verði „frjálst að velja,“ hvort þau vilji verða aðili að „hæfileikasviðiðnu.“ Miðað við starfsvenjur ESB, þá verður því síðar breytt í lögbundna skyldu aðildarríkjanna.

Sjö milljónir nýir innflytjendur á fimm árum

Ef allt gengur snurðulaust fyrir sig, þá er markmið Ylvu Johansson að laða að minnsta kosti sjö milljónir nýrra innflytjenda frá þriðja heiminum á næstu fimm til sex árum. Heldur hún því fram, að aðildarríki sambandsins muni að öðrum kosti ekki ráða við grænu orkuskiptin. ESB myndi tapa baráttunni um „hæfileikana“ á alþjóða vettvangi og þar með drægist ESB aftur úr Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu. Ylva Johansson sagði á blaðamannafundi:

„Fram til ársins 2030 þurfum við 7 milljónir manns til viðbótar á vinnumarkaðinn vegna manneklu. Við munum virkilega þurfa att flytja inn meira af vinnuafli.“

Í stað þess að mennta og þjálfa þá atvinnulausu vill kommissjónerinn flytja inn nýtt farandfólk.

Atvinnuvottun framkvæmdastjórnarinnar

Til að fá inn fleiri innflytjendur í hraðari mæli en hingað ætlar kommissjónerinn að lækka kröfur um hæfni atvinnuleitenda. Verða skjöl sem gefin eru út í ekki-vestrænum löndum gerð jafnrétthá og þau sem gefin eru út innan ESB eða á öðrum vesturlöndum.

Í stað þess að þurfa að sækja um starf á eigin forsendum, þar sem vinnuveitandinn fær tækifæri til að reyna kunnáttu starfsmanna, þá eiga farandverkamennirnir að fá sérstaka ESB-vottun um þá kunnáttu sem þeir segjast hafa.

Löglegar leiðir skapaðar svo ólöglegur innflutningur hætti

Johansson viðurkennir að málið snúist ekki eingöngu um að fá vinnuafl heldur einnig um frjálslynda „alhliða stefnu í fólksinnflutningum“ framkvæmdarstjórnainnar. Með þessu er einnig verið að bjóða upp á löglega leið inn í sambandið og þá þarf enginn lengur að koma ólöglega inn í ESB. Kommissjónerinn útskýrir:

„Eins og ykkur er kunnugt, þá erum við að herða átak okkar til að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning og að fólk deyi á Miðjarðarhafi og Atlantshafi. Til þess að ná árangri á þeim vettvangi, þá verðum við að skapa löglegar leiðir og þetta er hluti af því.“

Samtök sænska atvinnulífsins fagna hæfileikaríkum ESB-búrókrötum

Vinnumarkaðssérfræðingur samtaka sænskra atvinnurekenda (Svenskt Näringsliv), Amelie Berg, kallar tillöguna „framsýna.“ Hún segir í viðtali við Dagens Industri:

„Við teljum alfarið, að þetta sé skref í rétta átt.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa