Kona dæmd í fangelsi fyrir að „móðga“ hópnauðgara í Þýskalandi – nauðgararnir ganga lausir

Tvítug kona í Hamborg í Þýskalandi hefur verið fangelsuð eftir að hafa látið „hatursfull“ ummæli falla í garð innflytjenda sem tók þátt í hópnauðgun á barni. Konan er ein af 140 manns sem verið er að rannsaka fyrir að koma með „hatursfull ummæli“ í garð nauðgaranna.

Hryllileg nótt í borgargarði Hamborgar

Hin hræðilega árás gerðist árið 2020. Innflytjendur frá ýmsum löndum réðust á 14 ára stúlku í Stadtpark í Hamborg að næturlagi. Garðurinn varð vinsæll staður fyrir ungmenni á tíma Covid-19 lokana og stúlkan var þar ásamt vinum sínum. Unglingarnir dreifðust eftir að lögregla gerði atlögu í garðinum vegna þess að fólkið fylgdi ekki boðum um félagslega fjarlægð.

Ráðvillt og einsömul var stúlkan varnarlaus, þegar fyrsti hópur með fjórum nauðgurum réðst á hana. Mennirnir skiptust á að nauðga stúlkunni ítrekað í langan tíma. Þeir rændu hana veskinu og farsímanum áður en þeir skildu hana eftir. Í áfalli eftir fyrstu árásina og án möguleika til að kalla á hjálp, varð stúlkan aftur fyrir árás. Í þetta sinn réðust tveir menn á hana og nýttu sér varnarleysi hennar.

Auglýstu eftir fleiri nauðgurum á félagsmiðlum

Það óhugnanlega var, að kvalarar hennar buðu öðrum mönnum að nauðga henni í gegnum spjallhópa á félagsmiðlum. Með glöðu geði auglýstu þeir, að varnarlaus unglingsstúlka væri í myrkum garðinum og það væri bara að koma og nauðga henni því engin vitni væru hvort eð er sjáanleg.

Í þriðja sinn réðst nýr nauðgari á barnið og í fjórða skiptið komu þrír aðrir karlmenn og drógu hana inn í runna og misþyrmdu henni og nauðguðu.

Að lokum tókst stúlkunni að losna og hljóp í burtu. Fólk sem sá hana hringdi strax á lögregluna.

Níu DNA-greindir nauðgarar voru innflytjendur

Alls voru 11 karlmenn upphaflega ákærðir en tveir voru sýknaðir fljótt vegna skorts á DNA sönnunargögnum. Sæði níu manna fannst hins vegar í líkama stúlkunnar.

Fimm mannanna voru með þýsk vegabréf en hinir voru ekki ríkisborgarar í Þýskalandi. Enginn þeirra ákærðu voru af þýsku bergi brotnir. Nauðgararnir voru frá Póllandi, Egyptalandi, Líbíu, Kúveit, Íran, Armeníu, Afganistan, Sýrlandi og Svartfjallalandi. Mennirnir höfðu 20 verjendur sem héldu því fram, að þeir væru saklausir.

Kvikmynduðu nauðganirnar og dreifðu á félagsmiðlum

Nauðgararnir tóku myndskeið af fyrstu og þriðju nauðguninni og deildu á WhatsApp. Myndböndunum var eytt áður en málið fór fyrir dómstóla. Fólk sem sá myndefnið áður en því var eytt, bar vitni um að það sýndi greinilega kynferðisofbeldi og bent var á, að stúlkan hefði haldið höndum til að verja höfuð sitt.

Meðan á réttarhöldunum stóð var fórnarlambið, sem núna þjáist af áfallastreituröskun eftir hópnauðganirnar, beðin um að tjá sig um það sem gerðist. Á meðan hún sagði frá hryllilegum kvölum sínum sýndu mennirnir „engin merki um iðrun“ og einn þeirra er sagður hafa nánast sofnað við réttarhöldin.

Átta af níu sluppu við fangelsi

Þrátt fyrir DNA sannanir og birtingu mynda af nauðgununum á WhatsApp, þá voru átta af níu nauðgurum látnir lausir með skilorðsbundnum dómi og sleppa við fangelsi. Sá níundi var dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi án skilorðs.

Málið hefur vakið gríðarlega reiði í Þýskalandi, vegna hrottaskap nauðgaranna og þá vægu dóma sem þeir hlutu. Í kjölfarið dreifði einn mannanna nafni sínu og símanúmeri á Snapchat. Tuttugu ára kona frá Hamborg sem reiddist vegna málsins deildi símanúmerinu á WhatsApp og kallaði nauðgarann „hryllilegt nauðgarasvín og viðbjóðslegt fósturlát.“ Hún bætti við: „Skammast þú þín ekki þegar þú lítur í spegil?“

Kona sem reiddist dæmd í fangelsi fyrir „hatursglæp“

Nauðgarinn kærði konuna til lögreglunnar og var hún ákærð fyrir að senda honum móðgandi skilaboð. Konan hefur hlotið dóm og var dæmd í helgarfangelsi vegna orða sinna. Það þýðir að hún mun eyða lengri tíma í fangelsi en átta af níu nauðgurunum. Konan baðst afsökunar á ummælum sínum frammi fyrir dómaranum og sagðist hafa brugðist við án þess að hugsa málið, þegar hún heyrði um hin sjúklegu smáatriði málsins.

Yfirvöld rannsaka 140 manns fyrir hatursglæp varðandi skoðun sína á barnaníðingunum

Samkvæmt „Hamburger Abendblatt“ er konan ekki sú eina sem eiga yfir höfði sér dóm fyrir að móðga nauðgarana. Yfirvöld í Hamborg eru að rannsaka 140 manns fyrir brot sem tengjast „móðgun, hótunum eða öðrum skaða“ í garð kvalaranna í Stadtpark.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa