Kona sem fæddi barn kærir sjúkrahúsið fyrir að kalla sig „móðir“

Spítalinn í Nyköping hefur verið kærður til umboðsmanns mismununar. Ástæðan er sú að kona – sem var á fæðingardeildinni til að fæða barn – var kölluð „móðir“ af starfsfólkinu. Hún hafði áður tekið skýrt fram, að hún vildi vera kölluð „hann.“

Kærði spítalann til umboðsmann mismununar

Undarleg kæra hefur borist umboðsmanni mismununar „Diskrimineringsombudsmannen, DO.“ Kona sem er „transmaður“ fór á sjúkrahús til að fæða barn. Tók hún það skýrt fram, að hún vildi láta kalla sig „karl“ við fæðingu barnsins.

Starfsfólk fæðingardeildarinnar er hins vegar sagt hafa ítrekað kallað konuna „móðir“ sem hún brást illa við. Í kærunni má lesa, að konan hafi skrifað í fæðingarvottorðið að hún sé í raun karlmaður. Hún benti einnig á mikilvægi þess að vera ávörpuð sem „hann“ þegar við innskráningu á fæðingardeildina.

Kæran fyrir að hafa orðið fyrir barðinu á þessum „mismuni kynjanna“ fer víða á samfélagsmiðlum og er málinu öllu lýst sem „fáránlegu.“ Sænska útvarpið greinir frá kærunni og gætir sín vel að kalla móðurina fyrir „hann“ til að kalla ekki yfir sig reiði pólitískra rétttrúaðra. Ekki er enn ljóst hvernig fæðingardeild sjúkrahússins í Nyköping bregst við kærunni.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa