Kosningaherferð forsetans lauk í kvöld, hvort sem hann veit af því eða ekki

Nánast allir fjölmiðlar hafa sýnt viðbrögð við frammistöðu Biden í forsetakappræðum CNN. Megyn Kelly er engin undantekning. Megyn lýsti því yfir eftir að hafa horft á skelfilega lélega framkomu Bidens í umræðuþættinum með Trump, að Biden sé búinn að vera. Kosningaherferð hans er lokið, hvort sem hann áttar sig á því eða ekki. Megyn ratast sjálfsagt satt á munn.

Frá MegynKelly.com: Mig langar að tala beint við ykkur um það sem við sáum á senunni í Atlanta. Að mínu mati er málinu lokið fyrir Joe Biden. Kosningabaráttu hans lauk í kvöld, hvort sem hann veit af því eða ekki.

Það verða fundir í kvöld, snemma í fyrramálið og um fyrirsjáanlega framtíð meðal leiðtoga Demókrataflokksins um hvernig eigi að koma Biden úr framboðinu. Við höfum þegar séð mörg viðbrögð frá þungum demókrötum sem sjaldan gagnrýna forsetann og gefa í skyn, að hann verði að skoða frammistöðu sína alvarlega í kvöld og meta, hvort hann geti haldið áfram. Fjöldi þeirra mun aðeins aukast. Þeir verða fleiri og fleiri.

Þetta var harkalegt slys sem var óþægilegt að horfa á. Ég sat með fjölskyldu minni og vinum og fyrstu 25 mínútur kappræðanna gripum við í handlegginn á hverjum öðrum. Þetta var svo hrikalegt. Hann var svo fjarlægur, svo veikburða, svo erfitt að skilja, svo óstöðugur. Ég vissi satt að segja ekki hvort hann kæmist af gegnum svörin, hvað þá í gegnum allan þáttinn eða í gegnum annað kjörtímabil.

Andstæðan á milli Joe Biden og Donald Trump hefur aldrei verið meiri. Trump kom út sem rólegur, svalur, yfirvegaður. Hann leit vel út. Donald Trump yngri tísti að hann teldi að formið hafi í raun hjálpað föður sínum að vera rólegur og forsetalegur.

Sjá myndskeið hér að neðan:

Sjá nánar hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa