Kraftaverk að okkur tókst að stöðva glæpagengin

Nayib Bukele, forseta El Salvador, tókst að ráða niðurlögum glæpahópanna á þremur árum. Glæsileg fyrirmynd fyrir aðra í heiminum. Á Vesturlöndum kynda ríkisstjórnir undir innflutning glæpamanna, þrátt fyrir fögur heit um annað. Allir vita núna hvernig ástandið er í Svíþjóð sem flytur út glæpamennskuna til annarra Norðurlanda. Svíþjóð þyrfti svo sannarlega á einum Bukele að halda!

Eftirfarandi viðtal Tucker Carlson við Nayib Bukele forseta El Salvador, lætur engan ósnortinn. Hispursleysi forsetans og afreksgildi frásagnar hans er einsdæmi meðal þjóðhöfðingja nútímans. Það koma ekki margir leiðtogar á par við Bukele fram á einni mannsöld. Þess vegna er það ábyggilega sárt fyrir íbúa El Salvador, að stjórnarskráin leyfir forsetanum aðeins að vera fimm ár við völd.

Máttur trúarinnar skapar kraftaverk

Tucker Carlson spurði Bukele, hvernig hann hefði ásamt starfsmönnum sínum geta áorkað því sem til þyrfti til að ná þessum glæsilega árangri gegn glæpamennskunni. „Viltu fá opinberu skýringuna eða þá raunverulegu?“ spurði Bukele tilbaka. „Báðar“ svaraði Tucker.

Bukele lýsti því, hvernig yfirgnæfandi hluti kjósenda hefði lyft honum til valda til að berjast gegn glæpaklíkunum og þeir hefðu þurft að smíða mjög góða áætlun til að byrja með. Það var hin opinbera skýring. „Hin raunverulega skýring, hver var hún þá?“ spurði Tucker. Svarið lét ekki á sér standa: „Kraftaverk.“ Bukele sagði:

„Við vorum bókstaflega höfuðborg morða í heim og við gerum landið að því öruggasta á vesturhveli jarðar..Ef ég hefði sagt þetta fyrir fimm árum, þá hefðu allir sagt að ég væri brjálaður… Höfuðborg okkar er núna öruggari en Washington höfuðborg ykkar og landið er öruggara en öll Bandaríkin sem er með sex morð á hverja hundruð þúsund íbúa en hjá okkur eru tvö morð á hundrað þúsund íbúa. Við erum öruggari en Kanada, öruggari en Chile, öruggari en Bandaríkin, við erum öruggari en nokkurt land á vesturhveli jarðar.“

Frá hættulegasta landi á vesturhveli til þess öruggasta á þremur árum

Bukele tvöfaldaði herinn til að gerjast gegn glæpum og útbjó nútímalegri tækjum og hann byggði einnig upp lögregluna. Bukele lýsir kraftaverkinu:

„Þegar glæpaklíkurnar byrjuðu að ráðast á okkur þá drápu þeir 87 manns á þremur dögum sem er brjálæði í 6 milljón manna ríki. Það jafngildir fimm þúsundum manndrápum á þremur dögum í Bandaríkjunum.“

„Vandamálið með glæpaklíkurnar er, að þær ráðast ekki bara á skotmörk sín þegar þeir búa til hryðjuverk, þeir geta ráðist á hvern sem er. Þeir geta í raun drepið ömmu sína og hún verður þitt fórnarlamb, vegna þess að þeir eru ekki að hugsa um ömmu sína. Þér þykir vænt um ömmu þeirra svo hún er fórnarlambið þitt ef þeir drepa ömmu sína. Þeir ná þeirri skelfingu sem þeir vilja skapa og geta drepið hvern sem er. Við höfðum 70 þúsund klíkumeðlimi sem höfðu 6 milljónir skotmörk en okkar skotmörk voru 70 þúsund. Við vorum að horfa á ómögulegt verkefni svo við gerðum hlé á fundinum til að fara með bæn.“

„Við báðum Guð um að visku til að vinna stríðið. Ég taldi á þeim tíma, að við myndum verða fyrir mannfalli óbreyttra borgara svo við báðum bæn um að mannfall óbreyttra borgara yrði eins lítið og mögulegt væri.“

Glæpahópar sem eru raunverulegir djöfladýrkendur og færa Satan barnafórnir

Bukele lýsir trú íbúa El Salvador sem fólu honum verkefnið. Hann segir mátt bænarinnar mikla. Þetta verður líka að skoðast í ljósi þess sem yfirvöld El Salvador voru að glíma við:

„Þetta voru djöflatrúandi glæpahópar. Þeir byrjuðu í Los Angeles í Bandaríkjunum vegna þess að Salvadoranir fengu að selja eiturlyf fyrir Mexíkanskar klíkur. Þeir bjuggu til klíku sem var kölluð „18th street“ vegna þess að þeir vildu í grundvallaratriðum selja eiturlyf í götunni 18th Street.“

Bukele lýsir vexti glæpaklíkanna í Bandaríkjunum og hvernig þær stækkuðu sífellt landssvæðin og enduðu sem risastórar alþjóða glæpaklíkur í eiturlyfjasölu, mansali og manndrápum með bækistöðvar m.a. á Ítalíu, Guatemala, Hondúras, Salvador og í ýmsum stórborgum Bandaríkjanna.

„Allt eftir því sem samtökin stækkuðu urðu þeir satanískir og fóru að iðka djöfladýrkun með satanískum helgisiðum. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær það byrjaði en það er vel skjalfest … ég man eftir einum vel þekktum fréttamiðli sem tók viðtal við fyrrverandi meðlim glæpahóps í eigin persónu, við leyfðum honum að fara inn í fangelsið og taka viðtalið….þeir spurðu meðliminn af hverju hann hefði hætt í glæpaklíkunni. Hann sagði: Ég var vanur að drepa fólk fyrir yfirráð yfir landsvæði, drepa fyrir að innheimta peninga, drepa vegna fjárkúgunar en þegar þeir ætluðu að drepa barn í einu húsinu sagði ég halló, hvað erum við að gera hér? Af hverju ætlum við að drepa barnið. Þeir svöruðu að það væri vegna þess að Dýrið bað um að barni yrði fórnað og það yrði að gefa því barnið. Maðurinn gat ekki gert það og yfirgaf klíkuna.“

Hér að neðan má hlýða á þetta stórmerkilega viðtal þeirra Tucker Carlson og Nayib Bukele:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa