Kvikmyndastjarnan fer hörðum orðum um stríðið

Sænski leikarinn Stellan Skarsgård (Mynd: Wikimedia Commons CC 3.0).

Svíþjóð hefur breyst eftir inngönguna í Nató. Einn fremsti alþjóðlegi leikari Svía, Stellan Skarsgård, upplifir breytt viðhorf Svía til stríðs og mikils stríðsæsings sem gripið hefur um sig vegna áróðurs yfirvalda.

Áður fyrr var Svíþjóð þekkt fyrir frið og hlutleysi. Einstaklingar eins og Folke Bernadotte, Dag Hammarskjöld og Stig von Bayer eru þekktir Svíar fyrir friðarstörf sín.

    Þetta breyttist þegar sænskir ​​stjórnmálamenn ákváðu að teyma Svíþjóð inn í hernaðarbandalagið Nató. Auk þess var skrifað undir hernaðarsamning við Bandaríkin án þess að spyrja sænsku þjóðina um álit. Nú tekur Svíþjóð þátt í hernaðarsamstarfi og æfingum. Vopnaiðnaðurinn stækkar ört til að halda stríði gangandi í öðrum löndum.

    Stolt yfir manndrápstólum

    Einn sem bregst við þessu er hinn gamalreyndi sænski leikari Stellan Skarsgård sem leikur um þessar mundir í glæpaþáttaröðinni „What Remains.“ Hann lýsir því í viðtali við The Guardian um þáttaröðina, hvernig Svíþjóð hefur breyst:

    „Áður var litið á okkur sem ríkt land með mjög hamingjusama íbúa. Og að sjálfsögðu hlutlaust land. En núna erum við aðilar að Nató og við höfum tvöfaldað hernaðaráætlun okkar. Eins og í allri Evrópu. Allir eru að öskra drepa, drepa, drepa.“

    Hann lýsir því, hvernig Ulf Kristersson forsætisráðherra lætur mynda sig í orrustuflugvél, hvernig fólk stærir sig af nýjasta kafbátnum og sænska eldflaugavopninu. Skarsgård segir:

    „Áður skömmuðust við okkur fyrir vopnin. Núna erum við stolt af þeim.“

    Deila
    Skoðanakönnun
    Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
    1

    1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

    Hreinsa
    Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
    1

    1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

    Hreinsa