Fæðingartíðni hríðfellur nánast í öllum heiminum segir í frétt SVT/Halland. Skýringin er sögð vera „alþjóðleg menningarbreyting sem hefur áhrif á öll lönd.“
Á síðustu tveimur árum hefur fæðingartíðni í Svíþjóð lækkað. Hún er nú sú lægsta í 20 ár. Þrátt fyrir fleiri konur séu í Svíþjóð, þá hafa ekki færri börn fæðst síðan árið 2000. Árið 2010 fæddi hver kona að minnsta kosti tvö börn að meðaltali. Árið 2023 er talan komin niður í 1,5 börn á hverja konu.
Nánast öll lönd í heiminum
Martin Kolk vísindamaður í líffræði segir í viðtali við SVT:
„Lækkandi fæðingartíðni á sér stað í öllum hópum samtímis; meðal Svía og innflytjenda, hámenntaðra og lágmenntaðra. Litið til lengri tíma getur þetta haft alvarlegar afleiðingar. Velferðarkerfið verður fyrir áhrifum, vegna þess að sífellt færra yngra fólk þarf til að standa undir sífellt fleiri öldruðum.“
Þróunin er sú sama um allt land. Málið snýst ekki einungis um Svíþjóð. SVT leggur áherslu á, að Suður-Kórea, Japan og Ítalía séu með „mjög lága fæðingartíðni“ og að „nánast öll lönd í heiminum“ fylgi sömu þróun. Svo af hverju gerist þetta samtímis út um allan heim?
Alþjóðleg menningarbreyting?
Að sögn Kolks er „líklegasta skýringin“ sú, að hugarfar fólks hafi breyst um hvað sé mikilvægt í lífinu. Það er ekki víst að börn og fjölskylda séu jafn mikilvæg lengur:
„Þessi hnignun sem við erum núna að sjá í barneignum, hún á sér stað nánast um allan heim á sama tíma. Þar sem þetta gerist á heimsvísu, þá getur vel verið að þetta sé alþjóðleg menningarbreyting sem hefur áhrif á öll lönd.“