Loftslagsöfgamenn réðust á Stonehenge

Róttækir loftslagsöfgamenn sýna evrópskum lista- og menningarverðmætum enga virðingu. Núna hefur breska steinaldarminnismerkið Stonehenge orðið fyrir skemmdarverkum af sjálfskipuðum björgunarmönnum plánetunnar.

Á undanförnum árum hafa loftslagsöfgamenn gert það að verkefni sínu að ráðast á listir og menningarminni. Þeir hafa meðal annars kastað súpu á listaverk og unnið skemmdarverk á einum frægasta gosbrunni Rómar.

Sumir sem hafa orðið mjög alræmdir á þessu sviði eru bresku samtökin Stöðvum bara olíuna „Just Stop Oil.“ Þeir bera enga virðingu fyrir hefðbundinni list og menningu. Þeir áskilja sér og taka rétt til að skemma hluti og jafnvel eyðileggja brúðkaup.

Úðuðu málningu á steinana

Nú hafa tveir öfgamenn, Niamh Lynch 21 árs gamall á myndinni til hægri og Rajan Naidu 73 ára gamall á myndinni til vinstri, ráðist á eitt frægasta menningarmerki Bretlands: Steinbygginguna Stonehenge. Skemmdarvargarnir úðuðu appelsínugulri málningu á steinana og voru handteknir á staðnum samkvæmt The Telegraph. Fulltrúi Englis Heritage sem ber ábyrgð á umhirðu sögulegra fornminja segir í viðtalinu við The Telegraph:

„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi og sýningarstjórar okkar eru að rannsaka umfang tjónsins. Stonehenge er áfram opið almenningi.“

Skemmdarverkið sætir gríðarlegri gagnrýni

Samtökin „Just Stop Oil“ birtu myndskeið af árásinni á X sbr hér að neðan. Fólk gagnrýnir harðlega athæfið í athugasemdakerfum og sumir segja, að þeir gætu haft samúð með boðskapnum en finna bara fyrir andstyggð gagnvart þessu virðingarleysi við sögulegar leifar.

Rishi Sunak forsætisráðherra og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafa einnig fordæmt aðgerðina, að sögn The Telegraph.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa