Loftslagstrúin líkist fornaldarmenningu þar sem „börnum var fórnað til að blíðka veðurguðina“

Hversu langt er í það, að loftslagsdómsdags-spámennirnir hefji mannfórnir? Daily Telegraph á Nýja Sjálandi birtir grein eftir ástralska prófessorinn og rithöfundinn August Zimmermann. Greinarhöfundur sér líkindi milli loftslags- og umhverfishreyfingar nútímans og fornrar menningar, þar sem börnum var fórnað á altari veðurguðanna svo þeir reiddust ekki.

„Loftslagstrúin“ eins og sumir kalla hana eru mjög sterk í hinum vestræna heimi. Sjaldan birtast nein rök við ríkjandi kenningu í fjölmiðlum. En hversu sterk er trúin raunverulega?

Styttist í mannfórnir loftslagssinna?

Daily Telegraph birtir grein eftir lagaprófessor Augusto Zimmermann í Ástralíu, sem veltir fyrir sér hversu langur tími líði þar til „loftslagspostularnir“ byrji á mannfórnum. Sagan kennir okkur, samkvæmt prófessornum, að sumar fornar siðmenningar drápu börn sín til að breyta veðrinu. Hann skrifar:

„Þeir iðkuðu barnafórnir til að friðþægja guði sína í tilraun til að uppná miskunn þeirra.“

Talið var að mannfórnir gætu fengið náttúruöflin til að hlýða manninum. Aztekar drápu til dæmis fólk á akri með örvum í þeirri trú að blóðið myndi frjóvga jörðina. Umhverfishreyfing nútímans telur eins og Aztekar að hægt sé að breyta veðrinu. Það innifelur einnig afstöðu um „synd og iðrun – fordæmingu og hjálpræði“ skrifar greinarhöfundur.

Enginn heimsendaspá hefur enn rætst

Innan loftslags- og umhverfishreyfingarinnar er einnig skýr hugmynd um, að mannlífið ógni umhverfinu. Litið er á að nýtt líf, það er að segja fleiri börn, muni leiða til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda og meiri neyslu á náttúruauðlindum. Varað er við „offjölgun“ eins og gert hefur verið í langan tíma. Augusto Zimmermann skrifar:

„Kjarni öfgamanna í loftslagsbreytingum eru tvær meginstefnur: að menn geti stjórnað veðrinu og að menn muni tortíma sér í heimsendi ef þeir virða ekki náttúruna. Þetta hljómar eins og tekið úr trúarriti. Þótt umhverfisverndarsinnar muni fúslega leggja fram vísindalegar rannsóknir til að styðja fullyrðingar sínar, munu þeir sjaldan þola mótrök – eins og þegar einhver bendir á, að engin heimsendaspá þeirra hafi ræst hingað til.“

Þess vegna telur Zimmermann, að það verði að afhjúpa þessa „guðadýrkun“ og ögra henni.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa