Ekki verður það nú til að lægja ótta fólks við glæpagengin að aðstoðarlögreglustjóri Stokkhólmsborgar, Max Åkerwall, hefur að segja um sprengjuölduna sem núna skekur Svíþjóð. Þrjú sprengjuódæði á rúmum sólarhring í Stokkhólmi og svo tvö sprengjuódæði næsta sólarhring í Gautaborg.
Úr frétt sænska sjónvarpsins SVT:
„Síðustu daga hafa nokkrar sprengingar orðið í Stokkhólmi – tvær í Farsta og ein á Lidingö. Að sögn lögreglu er of snemmt að segja til um hvort um stigmögnun ofbeldisbylgjunnar sé að ræða – en sprengingarnar gætu verið hluti af „nýju eðlilegu ástandi.“ Max Åkerwall, aðstoðarlögreglustjóri í suðurhluta Stokkhólms segir:
„Það er augljós hætta á því, að fólk glati örygginu í sínu eigin íbúðarhverfi“