MacGregor: Finnar og Svíar eru eins og heilaþvegnir sauðir

Hvers vegna gengur Svíþjóð með í Nató og skrifar undir hernaðarsamning við Bandaríkin? Vegna þess að Bandaríkin/Nató vilja fá aðgang að herstöðvunum þar, útskýrir Douglas MacGregor í viðtali við Stephen Gardner (sjá að neðan). Að margir Svíar féllu fyrir Nató-móðursýkinni er ekki svo skrítið, að mati MacGregors. „Þeir eru sauðir sem trúir öllu sem ríkið segir„ segir hann.

Svíþjóð og Finnland hefðu getað verið friðsamlegir staðir, þar sem diplómatískar samningaviðræður um stríðsátök hefðu getað farið fram. Á það bendir Douglas MacGregor, ofursti og sérfræðingur í málefnum Bandaríkjahers sem einnig er með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum.

Guð má vita hvað gerist ef við setjum eldflaugar þarna

En núna verða málin ekki alveg þannig. Við förum í stríðshaminn í staðinn. Til að berjast við Rússland. Douglas MacGregor segir

„Þetta er hættulegt. Því Rússland er engin ógn. En við höldum áfram að umkringja og ógna Rússlandi. Guð má vita, hvað mun gerast ef við setjum eldflaugar og ratsjár þarna. Alls konar hlutir geta gerst í framtíðinni, en það verða hlutir sem við höfum manað fram.“

„Sem hóp myndi ég lýsa Svíum og Finnum sem sauðum. Þeir trúa öllu sem ríkisstjórn þeirra segir. Ég hef oft farið til Svíþjóðar. Ég elska staðinn og met fólkið.“

Ekki rétt að treysta ríkinu skilyrðislaust

En þegar hann talar við Svía verður honum flökurt. Vegna þess að þeim er stjórnað andlega. Hann segir eins og Bandaríkjamaður (með spýjustæl):

„Vandinn við þá er að þeir svara alltaf spurningu með „Ríkið hefur athugað málið og komist að þeirri niðurstöðu að það sé gott.“

„Af hverju í ósköpunum ætti maður að treysta ríkinu? Ég treysti ekki ríkinu hjá mér. Ég held að það ætti ekki ekki neins staðar að treysta neinum skilyrðislaust. Ég vil fá að vita orsakirnar. Ég hélt að það væri það sem aðgreinir okkur Bandaríkjamenn. Fólk kom hingað vegna þess að það var þreytt á gömlu stjórnunum og vildi hafa eitthvað sjálft um málin að segja. Sá sem gerir eitthvað á okkar hlut fær að heyra „af hverju.“ En ég heyri ekki svo mikið „af hverju“ lengur.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa