Macron hótar kjósendum með borgarastyrjöld ef þeir kjósa rangt

Eitthvað virðist Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vera að fara úr límingunum. Áður hafði hann hótað kjósendum efnahagslegu hruni Frakklands, ef Frakkar hætta að kjósa flokkinn hans en núna bætir hann um og hótar borgarastyrjöld í Frakklandi, ef Frakkar kjósa í þjóðlegu kosningunum eins og þeir kusu til ESB-þingsins.

Traust franskra kjósenda til hins vinstri-frjálslynda forseta landsins, Emmanuel Macron og flokks hans Renaissance (áður En Marche!) er í frjálsu falli. Á sama tíma uppsker Þjóðbandalagið, sem starfar í anda fullveldis, undir forystu Marine Le Pen, mikinn árangur og varð stærsti flokkurinn í nýafstöðnum ESB-kosningum.

Hræðsluáróður í stað málefnalegrar umræðu

Sífellt örvæntingarfullri Macron víkur frá málefnalegri stjórnmálaumræðu yfir í að reyna hræða franska kjósendur með hótun um „borgarastyrjöld“ ef þeir kjósa „öfgahægrisinna“ í staðinn fyrir flokkinn hans.

Hinn hataði forseti sakar stjórnmálaandstæðinga sína í Þjóðbandalaginu fyrir að „sundra Frakklandi.“ Í gífuryrðum á mánudag fullyrti Macron að:

„Flokkur Le Pen traðkar fólk niður í trúarbragða- eða fósturstellingu og rekur fólk í fang borgarastyrjaldar.“

Sér einnig stríðshættu til vinstri

Samkvæmt Macron er atkvæði á vinstri menn einnig atkvæði á borgarastyrjöld í Frakklandi. Nefndi hann sérstaklega sósíalistann Jean-Luc Mélenchon og vinstri róttæka flokkinn „Indomitable France“ sem reynir að laða til sín múslímsk innflytjendaatkvæði með því að taka afstöðu með hryðjuverkasamtökum Hamas eftir fjöldamorð þeirra á óbreyttum gyðingum síðasta haust.

Macron ber sjálfur ábyrgð á því að hafa boðað til nýrra þingkosninga 9. júní eftir met ósigur eigin flokks í ESB-kosningunum.

Fleiri fullveldissinnar á þing

Margt bendir til þess að franska þjóðin muni kjósa mikinn fjölda fullveldissinnaðra þingmanna á þing og einnig marga róttæka vinstri þingmenn. Útlitið er því minnst sagt dökkt fyrir Macron og miðjuflokksbandalag hans.

Samkvæmt nýlegum könnunum mun Þjóðbandalagið fá 35% atkvæða í fyrstu umferð á sunnudag og vinstra bandalagið sem inniheldur France Indomitable 27%. 19% segjast munu kjósa miðjubandalag Macrons.

Kjósendur of „þreyttir“ til að geta kosið rétt

Macron hafði einnig skýringu tilbúna ef Frakkar velja stjórnmálaandstæðinga hans í stað hans sjálfs. Hann sagði, að frönsku kjósendurnir kysu aðra en sig, vegna þess að „þeir væru of þreyttir til að skilja, hvað þeir eru að gera.“ Macron sagði:

„Þegar þú ert þreyttur og hið daglega amstur er erfitt, þá geturðu freistast til að kjósa öfgar sem lofa hraðvirkari lausnum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa