Meðformaður þýskra krata vill banna Valkost fyrir Þýskaland

Lars Klingbeil á innfelldri mynd, er meðformaður þýska krataflokksins ásamt Saskia Esken. Klingbeil ræðst gegn AfD á svipaðan hátt og kratar í Svíþjóð sem reyndu að útiloka Svíþjóðardemókrata frá setu á þingi. (Myndir Wikipedia).

Jafnaðarmannastjórnin í Þýskalandi verður sífellt örvæntingarfullri í tilraun sinni til að vinna gegn sigurgöngu Valkosts fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland, AfD.“ Nú boðar annar meðformanna þýsku Samfylkingarinnar „eins árs baráttu“ gegn AfD.

Sósíaldemókrataflokkur Þýskalands, SPD, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Traust þýskra kjósenda er botnfrosið fyrir kanslara þeirra, Olaf Scholz og bændur landsins efndu nýlega til umfangsmikilla vikulangra mótmæla gegn stjórnvöldum.

„Baráttuár“

Nýleg könnun sýnir fylgi Valkosts fyrir Þýskaland í fylkjum Þýskalands

Þýskir kratar lenda í auknum mæli fyrir aftan föðurlandshollan Valkost fyrir Þýskaland. Í nokkrum skoðanakönnunum undanfarið hefur AfD mælst helmingi stærri en SPD. Til dæmis lítur út fyrir að AfD verði stærsti flokkurinn í Saxlandi og óvíst, hvort SPD nái manni inn á fylkisþingið. Alveg eins og sænskir kratar vilja banna Svíþjóðardemókrata, þá vilja nokkrir leiðtogar innan SPD banna AfD og vísa til þess, að flokkurinn „ógni“ lýðræðinu í Þýskalandi.

Lars Klingbeil segir að komandi ár verði „baráttuár gegn tilraunum hægri öfgamanna og AfD til að eyðileggja landið.“ Hann segir frá þessu í viðtali við Augsburger Allgemeine. Klingbeil segir að SPD vinni best gegn AfD með því að standa sig betur í ríkisstjórninni. Hins vegar virðist stefnan sem hann kynnir frekar vera beinar árásir á AfD og reyna að telja fólki trú um að AfD ógni lýðræðinu. Hann sakar AfD um að vilja „hreinsa út“ alla útlendinga og segir mikil ógn stafi af stefnu AfD, að Þýskaland gangi úr ESB.

Bakgrunnur hjá öfgavinstrinu

Andúð Klingbeils í garð AfD og orðræða hans snýst ekki bara um, að AfD hafni stefnu þýskra krata. Hann var sjálfur virkur innan vinstri öfga hryðjuverkasamtaka Antifa.

Hann viðurkennir það sjálfur (sjá X að neðan). Á myndbút úr fréttaþættinum „Die Notregierung – Ungeliebte Koalition“ (Neyðarstjórn – Óvinsælt bandalag), talar Klingbeil um skuldbindingu sína í baráttunni gegn hægri öflum. Í lok myndbandsins segist hann hafa verið viðriðinn Antifa.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa