Meðlimir ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Sviss

Fjórir fjölskyldumeðlimir Hinduja fjölskyldunnar, sem er ein ríkasta fjölskylda í Bretlandi, hafa hlotið dóm fyrir að brjóta gegn útlendu heimilisstarfsfólki sínu í Sviss. Fjölskyldumeðlimirnir fengu fjögurra til fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma og voru samstundis fangelsaðir af svissneska dómstólnum.

Fjölskyldumeðlimirnir voru fundnir sekir um að hafa lagt hald á vegabréf starfsmanna sinna, hindrað þá að komast út úr einbýlishúsi fjölskyldunnar og þvingað þá til að vinna allt að 18 tíma á dag.

Euronews greinir frá: Saksóknarar sögðu að heimilisstarfsfólkið hefði lýst „ógnvekjandi andrúmslofti“ sem Kamal Hinduja skapaði. Voru starfsmenn látnir sofa í kjallara hússins, oft á dýnum á gólfinu. Þeir fengu lítinn sem engan frítíma og unnu langt fram á nótt fyrir móttökur.

Fengu ekki að fara út fyrir hússins dyr og fengu innan við 10% af sambærilegum launum

Svissneski dómstóllinn vísaði frá alvarlegri ákæru um mansal á hendur hinum 79 ára gamla auðkýfingi Prakash Hinduja; konu hans, Kamal; syni Ajay og tengdadóttur Namrata, á þeirri forsendu að starfsfólkið hefði skilið – að minnsta kosti að hluta til, hvað biði þeirra. Starfsmennirnir voru flestir ólæsir Indverjar sem fengu ekki greitt í svissneskum frönkum heldur indverskum rúpíum sem lagðar voru inn á bankareikning í Indlandi sem þeir höfðu ekki aðgang að.

Lögfræðingar fjölskyldunnar sögðust ætla að áfrýja dómnum. Þeim var „létt“ yfir því að dómstóllinn vísaði frá ákæru um mansal en sögðu dóminn engu að síður „óhóflegan.“ Najib Ziazi, viðskiptastjóri fjölskyldunnar, hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Fjölskyldumeðlimirnir voru sekir um að hafa misnotað starfsmennina í ólöglegum störfum án mannréttinda og einnig fyrir að borga laun sem voru innan við tíunda hluta launa fyrir sambærileg störf í Sviss. Hinduja fjölskyldan hafði þegar náð sáttum við kærendur um ótilgreinda upphæð.

Yfirvöld í Sviss lögðu hald á demanta, rúbína, platínuhálsmen og aðra skartgripi, auk annarra eigna frá fjölskyldunni. Hinduja fjölskyldan á fyrirtækjasamstæður á sviði upplýsingatækni, fjölmiðla, orkumála, fasteignaviðskipta og heilbrigðisþjónustu. Prakash Hinduja var áður dæmdur fyrir svipað athæfi árið 2007.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa