Mel Gibson í bréfi til stuðnings Viganò erkibiskupi: Heiður að vera bannfærður af Frans páfa

Leikarinn og kvikmyndaleikstjórinn Mel Gibson sendi Carlo Maria Viganò erkibiskup hvatningarbréf eftir að Frans páfi rauði bannfærði hann í síðustu viku. Carlo Maria Viganò erkibiskup var fundinn sekur um klofningsstarfsemi og villutrú.

Erkibiskupinn tilkynnti að hann hefði ekki mætt við réttarhöldin í Vatíkaninu og hélt því fram í öflugri yfirlýsingu og ákæru á hendur Vatíkaninu og Frans páfa, að hann væri ekki í andstöðu við kaþólsku kirkjuna.

Þess í stað sakar erkibiskupinn páfann um „villutrú og klofningsstarfsemi“ og fer fram á að páfa verði „vikið úr því hásæti sem hann hefur gegnt með óverðugum hætti í meira en 11 ár.“

Carlo Viganò erkibiskup, vinur hinna trúföstu og hollur kirkjunni sem deilir orði Jesú Krists, hefur verið hreinskilinn gagnvart eyðileggingu kirkjunnar, Covid-þvingunum og stolnum kosningum. Hann ásakar núverandi páfa fyrir skemmdarverk gegn kirkjunni og varar alheim við World Economic Forum.

Bréf Mel Gibson

Mel Gibson, leikari og leikstjóri

Bréf Gibson til Carlo Maria Viganò erkibiskups birtist fyrst á vefsíðu ítalska blaðamannsins Aldo Maria Valli. Hér í lausri þýðingu:

„Kæri erkibiskup,

Ég er viss um að þú áttir ekki von á neinu öðru frá Jorge Bergoglio.

Ég veit að þú veist að hann hefur ekkert vald – svo ég er ekki viss um hvernig þetta mun hafa áhrif á þig í framhaldinu. Ég vona, að þú haldir áfram að halda messur og þiggja sakramentin sjálfur – það er í raun heiðursmerki að vera sniðgenginn af falskirkjunni eftir sáttmálann.

Þú átt samúð mína, þegar þú verður opinberlega fyrir þessu alvarlega óréttlæti. Fyrir mér og mörgum öðrum ert þú hugrökk hetja.

Eins og alltaf þá hittir þú naglann beint á höfuðið varðandi ólögmæti Francis. Þú tjáir kjarnavandamálin við stofnunina sem hefur sett hina sönnu kirkju í myrkrið. Ég fagna hugrekki þínu til að tjá það og það sem meira er, að þú haldir trúmennsku við hina sönnu kirkju!

Þú ert Athanasius nútímans! Ég ber alla virðingu fyrir því, hvernig þú verndar Krist og kirkju hans. Ég er 100% sammála þér um að kirkjan eftir sáttmálann í Vatíkaninu II er falskirkja. Þetta er ástæðan fyrir því að ég byggði kaþólska kirkju sem tilbiður alfarið á hefðbundinn hátt. Þér er velkomið að koma og halda messu þar, hvenær sem er.

Að vera kallaður sundrungsmaður og bannfærður af Jorge Bergoglio er eins og að fá heiðursmerki frá manni sem hefur alfarið snúið baki við trúnni og bannlýsir þig frá hinni fölsku stofnun.

Mundu að sönn sundrung þarfnast uppfinningasemi sem þú eyðir engum tíma í en Bergoglio gerir í hverjum andardrætti.

Hann er í raun sundrungin sjálf! Hann hefur þegar ipso facto bannfært sjálfan sig með mörgum opinberum villukenningum sínum (canon 188 í 1917 kóðanum).

Eins og þú þegar veist, þá hefur hann ekkert vald til að bannfæra þig, vegna þess að hann er ekki einu sinni kaþólskur.

Svo taktu gleði! Ég er með þér og ég vona að Bergoglio bannfæri mig líka frá falskirkjunni sinni. Bergoglio og félagar hans hafa klæðin og byggingarnar en þú hefur trúna.

Guð blessi þig og varðveiti. Ef þig vantar eitthvað skaltu bara spyrja, ég mun reyna mitt besta til að aðstoða.

Með aðdáun og virðingu að eilífu.“

Mel Gibson

Hér að neðan má hlýða á Mel Gibson um málið:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa