Mercedes Benz hafði lofað að selja eingöngu rafbíla frá og með 2030. Núna svíkur þýski bílarisinn loforðið og tilkynnir, að haldið verði áfram að fjárfesta í bensín- og dísilbílum.
Eins og Volvo, þá lofaði Mercedes að selja eingöngu rafbíla frá 2030, þó með fyrirvara: „Á þeim mörkuðum sem leyfa það.“ Í nýrri ársskýrslu félagsins er hins vegar gerð heildarendurskoðun. Þar segir:
„Fyrirtækið mun mæta margvíslegum þörfum viðskiptavinanna, hvort sem um er að ræða rafknúna bíla eða bíla með brunavélum allt fram á fjórða áratuginn.“
Árið 2023 hafði Mercedes það markmið að selja 20% rafbíla en salan varð aðeins 12%. Að sögn Ola Källenius, forstjóra Mercedes Benz í Svíþjóð, munu líða mörg ár þar til rafbílar og bensínbílar kosta það sama.