Miðalda dómkirkja í logum

Kirkjuturn dómkirkjunnar í Rouen í björtu báli í dag. Kort sem sýnir alla kirkjubruna í Frakklandi undanfarin ár. (Skjáskot X).

Á fimmtudaginn kviknaði í turni dómkirkjunnar í borginni Rouen í norðurhluta Frakklands. Orsök brunans er óþekkt en kirkjan er nýjasta dæmið í röð kirkjubruna í Frakklandi seinustu árin. Fyrir um fimm árum brann Notre Dame í París.

Einn af frumkvöðlum impressjónismans á seinni hluta 19. aldar, Claude Monet, málaði turn hinnar frægu dómkirkju nokkrum sinnum.

Nicolas Mayer-Rossignol, borgarstjóri Rouen, skrifaði á X með mynd af brennandi kirkjuturninum, að eldsupptök væru ekki kunn eins og er.

Slökkviliðsstjórinn Stephane Gouezec sagði eftirfarandi:

„Við komumst á brunastað fyrir um hálftíma núna og erum að ganga úr skugga um að eldurinn sé slökktur. Við þurfum samt nokkurn tíma, kannski klukkutíma eða svo, til að ganga úr skugga um að engir heitir staðir séu eftir á svæðinu.“

Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fjölmiðla, að hættan á því að eldurinn breiddist út væri lítil þar sem eldurinn hafi verið á stað sem að mestu er úr málmi. Enginn mun hafa slasast en nokkrir byggingarverkamenn önduðu inn reyk.

Hér að neðan eru nokkur myndskeið af brunanum:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa