Mikill hluti metangas úr Nord Stream enn í sjónum

Mælingar sýna, að stór hluti metans sem losnaði í suðurhluta Eystrasalts frá Nord Stream gasleiðslunni er enn í sjónum.

Nord Stream gasleiðsluna á botni Eystrasalts

Nord Stream gasleiðslan á botni Eystrasalts, austur af Bornholm, var sprengd í hryðjuverkaárás í lok september 2022. Ein mesta óeðlilega metanlosun allra tíma var staðreynd.

Áætla að 10-50 þúsund tonn af metani hafi orðið eftir í sjónum

Metangasið frá leiðslunum myndaði stórar loftbólur við yfirborð vatnsins og mælingar sýndu aukið magn metans í andrúmsloftinu. Mikill hluti metansins komst samt aldrei upp á yfirborðið og leystist þess í stað upp í sjónum. Vísindarannsókn hefur verið birt í Scientific Reports greinir frá þessu. Katarina Abrahamsson, prófessor í sjávarefnafræði við Háskólann í Gautaborg segir:

„Þökk sé heppilegum aðstæðum gátum við boðað til leiðangurs á lekasvæðið á innan við viku. Miðað við það sem við mældum, þá áætlum við að á milli 10.000 – 50.000 tonn af metani hafi verið eftir í sjónum í uppleystu formi.“

Gátu greint muninn á metani úr leiðslunum

Metanið var dreift yfir stór svæði og hefur verið leyst upp í vatninu þar sem bakteríur sjá um sumt. Jafnvel í venjulegum tilfellum kemur metan fyrir í vatninu, sem myndast við niðurbrot lífræns efnis í botnseti. Katarina Abrahamsson segir í erindi:

„Í rannsókn okkar hefur okkur tekist að greina metan sem kemur frá Nord Stream lekanum frá því sem finnst náttúrulega í hafinu, þökk sé þeirri staðreynd að metan frá gasleiðslunni hefur aðra ísótópasamsetningu en það sem seytlar upp úr botnseti. Það er styrkur rannsóknar okkar.“

    Vatnið í sjónum er að jafnaði í mismunandi lögum vegna mismunandi hitastigs og seltu. Þrátt fyrir að metanið hafi lekið út úr gasleiðslunni í miklu magni og hraða gátu rannsakendur ekki bent á neina meiriháttar blöndun í vatnsmassanum. Magnið var því mjög mismunandi í vatninu. Rannsakendur hafa þá tilgátu, að metanið þynnst í stærri vatnsmassa síðar um haustið þegar sjórinn blandaðist aftur vegna lækkandi vatnshita.

    Of snemmt að segja til um áhrifin á lífríkið í Eystrarsalti

    Of snemmt er að segja til um, hvaða áhrif aukið magn af metangasi hefur á líffræðilegt líf í sunnanverðu Eystrasalti. Katarina Abrahamsson segir:

    „Í leiðangrinum voru líka rannsakendur sem tóku svifsýni á viðkomandi svæði, greiningar á þeim eru ekki tilbúnar enn þá.“

    Þremur mánuðum eftir fyrsta leiðangurinn var farið í endurheimsókn á svæðið og nýjar mælingar gerðar. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að bakteríuvirkni hefur verið mikil þessa þrjá mánuði. Vísindamenn vita ekki enn hvernig plöntusvif og dýrasvif hafa orðið fyrir áhrifum af því.

    Deila
    Skoðanakönnun
    Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
    1

    1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

    Hreinsa
    Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
    1

    1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

    Hreinsa