Miklar verðhækkanir á matvælum innan ESB frá 1. janúar 2021

Eftir miklar hækkanir árið 2022 hélt matvælaverð í ESB áfram að hækka árið 2023 samkvæmt Eurostat, hagstofu ESB. Gögn frá öðrum og þriðja ársfjórðung 2023 sýna, að verðið hækkaði á ýmsum vörum en dregið hefur úr hraða hækkana. Ólífuolía hefur hækkað mest eða 75% frá því í janúar 2021.

Í september 2023 var verð á eggjum, smjöri og kartöflum í ESB langtum hærra en í janúar 2021. Miðað við hámarksverð nokkrum mánuðum áður hefur verðhraðinn minnkað og verðið lækkað lítillega. Verð á ólífolíu var þegar 11% hærra í janúar 2022 miðað við janúar 2021 og orðin 75% dýrari í september 2023 miðað við janúar 2021. Verð á kartöflum hefur einnig hækkað töluvert. Frá janúar 2021 til september 2023 urðu kartöflur 53% dýrari og voru að hámarki 60% dýrari í júní 2023.

Egg og smjör

Egg voru 37% dýrari í september á þessu ári en í janúar 2021. Verð á eggjum náði jafnvægi á fyrstu tveimur ársfjórðungum 2023 og lækkaði nokkuð í ágúst og september. Smjörverð þróaðist á svipaðan hátt. Smjörverð náði hámarki í desember 2022 (+44% miðað við janúar 2021) og hefur síðan farið lækkandi. Í september 2023 var smjör 26% dýrara en í janúar 2021.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa