Móðirin staðfestir: Shani Louk er dáin

Shani Louk, 22 ára, var rænt á Supernova tónlistarhátíðinni þegar Hamas réðst á gestina. Móðir hennar, Ricarda Louk, segir við þýska RTL/Ntv, að staðfest sé, að Shani Louk er látin: „Okkur var því miður tilkynnt í gær, að dóttir mín væri ekki lengur á lífi.“

Tónlistarhátíðin Supernova var haldin í tengslum við gyðingahátíðina Súkkot. Hún laðaði til sín þúsundi gesta og var haldin nálægt Gaza-svæðinu. Snemma morguns laugardaginn 7. október hætti tónlistin. Vopnaðir vígamenn frá Hamas fóru inn á svæðið. Á næstu klukkustundum voru að minnsta kosti 260 gestanna drepnir. Mörgum var rænt, samtals yfir 200 manns, sem rænt var frá hátíðinni og í nágrenni landamæranna við Gaza.

Þekktist á myndbandi

Myndbandi sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum sýnir unga, að því er virðist líflausa konu liggjandi í farmrými pallbíls. Hún er með sítt svart hár og er bara í nærbuxum, brjóstahaldara og stígvélum. Hún er umkringd vopnuðum vígamönnum. Talið er að kvikmyndin hafi verið tekin inni á Gaza og fjöldi manns fylgir á eftir pallbílnum. Konan í farrýminu er Shani Louk. Hún er frá þýsku borginni Ravensburg en bjó í Ísrael eins og Bild hefur áður greint frá.

Móðirin: „Hún þjáðist alla vega ekki“

Móðirin hafði áður beðið um aðstoð við að finna dóttur sína. Upphaflega var talið að Shani Look væri í meðferð á sjúkrahúsi á Gaza með alvarlega áverka, samkvæmt því sem fjölskyldan hélt áður fram. Lík hennar hefur ekki enn fundist. NTV segir að flís úr höfuðkúpubeini hafi fundist, sem var borið saman við DNA. Móðirin gerir ráð fyrir að dóttirin hafi verið dáin síðan 7. október. Ricarda Louk segir í viðtalinu:

„Hún þjáðist alla vega ekki.“

Mörg lönd skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök, þar á meðal Bandaríkin, Egyptaland, Ísrael og ESB. Sjá nánar hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa