Mómælendur kæra kanadensíska ríkið

Mótmælendur sem studdu Frelsislestina, þegar vörubílstjórar nýttu sér löglegan rétt til friðsamlegra mótmæla gegn kröfu um bólupassa, hafa núna höfðað mál gegn kanadískum stjórnvöldum og Justin Trudeau forsætisráðherra. Einstaklingarnir að baki málshöfðuninni segjast hafa orðið fyrir tjóni vegna herlaga sem Trudeau beitti en stjórnlagadómstóll hnekkti síðar með dómi. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að enginn grundvöllur hefði verið fyrir beitingu laganna.

Árið 2022 var mótmælahreyfingin Frelsislestin „Freedom Convoy“ virk í Kanada. Mótmælendur lögðust m.a. gegn ströngum reglum sem settar voru í Covid-19 heimsfaraldrinum. Mótmælin urðu svo umfangsmikil, að Justin Trudeau forsætisráðherra fann sig knúinn til að lýsa yfir neyðarástandi til að stöðva mótmælin. Mótmælendur gáfust þó ekki upp og í janúar komst alríkisdómstóll að þeirri niðurstöðu, að ákvörðun Trudeau skorti stoð í lögum.

Bankar kærðir fyrir að frysta eigur mótmælenda

Með niðurstöðu dómstólsins að bakhjarli hafa um tuttugu einkaaðilar höfðað mál gegn kanadískum stjórnvöldum og Trudeau forsætisráðherra. Einnig eru margir stóra bankar ákærðir fyrir að hafa án nokkurrar ástæðu fryst eignir mótmælenda og stuðningsmanna þeirra samtímis sem mótmælin stóðu yfir. Toronto Star greinir frá.

Telja mótmælendurnir að þeir hafi orðið fyrir persónulegu tjóni af harkalegum og óviðeigandi aðgerðum ríkisins. Þeir vilja fá skýringu á því, hvers vegna þeir sem borgarar máttu ekki sýna og tjá skoðanir sínar í friðsamlegum mótmælum. Segir í fréttatilkynningu:

„Lýðræðið er aðeins jafnsterkt og skuldbinding þess er við réttarríkið. Þegar ríkisstjórnin ákveður, að hún sé ekki bundin af lögum Kanada, þá brýtur sú ólöglega athöfn ekki aðeins sjálf lögin, heldur grefur hún undan og rýrir lýðræðið sem í upphafi veitti ríkisstjórninni vald sitt.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa