Morðtilræði við Donald Trump á kosningafundi í Pennsylvaniu – kúlan fór í gegnum hægra eyrað – árásarmaðurinn og einn áhorfenda drepnir og tveir særðir

Uppfærð frétt um árásarmanninn 14/7: Á kosningafundi í Butler, Pennsylvaníu, heyrðust skyndilega byssuskot og Trump greip um hægra eyrað sem byrjaði að blæða. Leyniskytta reyndi að drepa hann með skoti í höfuðið og má líkja því við kraftaverk að morðtilræðið mistókst.

Leyniþjónustan og lögreglan þustu að Trump til að vernda hann og koma honum af vettvangi. Samanbitinn og augsýnilega hrærður og reiður steytti 45. forsetinn hnefann eins og hann segði, að hann myndi ekki gefast upp og að baráttan myndi halda áfram af enn meiri krafti en áður.

Má það vera Guðs mildi, að skotið geigaði en a.m.k. einn fundamanna var drepinn. Tveir aðrir fundarmenn særðust illa og eru á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var Thomas Matthew Crooks sjá X að neðan:

Margir telja að morðtilræðið muni hafa mikil áhrif á útkomu kosninganna og benda á einelti fjölmiðla gegn Trump sem hafa kynnt undir persónulegt hatur gegn Trump.

Trump sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu á X:

„Ég vil þakka leyniþjónustu Bandaríkjanna, og allri löggæslunni, fyrir skjót viðbrögð við skotárásinni sem átti sér stað í Butler, Pennsylvaníu. Mikilvægast er að ég vil votta fjölskyldu einstaklingsins sem var myrtur á mótmælunum samúð mína og einnig fjölskyldu annars manns sem særðist illa. Það er ótrúlegt að slíkt athæfi geti átt sér stað hér á landi. Ekkert er vitað á þessari stundu um skotmanninn sem núna er látinn. Ég var skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hluta hægra eyra á mér. Ég vissi strax að eitthvað var að því að ég heyrði súsandi hljóð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina. Það blæddi mikið, svo ég áttaði mig á því hvað var að gerast. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“

Hér má sjá myndskeið af skotárásinni:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa