Musk og Bongino krefjast brottreksturs yfirmanns leyniþjónustunnar

Lík árásarmannsins á þakinu eftir að hann var skotinn af leyniþjónustumanni. Margir spyrja hvernig honum tókst að komast með riffil upp á þakið án þess að leyniþjónustan tæki eftir því.


Miklar umræður eru á öryggisgæslu Donald Trumps eftir morðtilræðið við hann í Pennsylvaniu. Sífellt sterkari raddir heyrast sem krefjast brottrekstur Kim Cheatle, yfirmanns leyniþjónustunnar. Bæði Elon Musk og Dan Bongino hafa sett fram þá kröfu sbr. X hér að neðan.

Musk lét fylgja með viðtal BBC við augnvitni sem sá byssumanninn fara upp á þak með riffil og varaði lögregluna og leyniþjónustuna við sem gerðu ekkert fyrr en árásarmaðurinn var búinn að skjóta mörgum skotum, allt að því 10 eftir því sem sumir segja en óljóst hvort skot lögreglunnar/leyniþjónustunnar á árásarmanninn séu meðtalin eða ekki.

Fyrrum leyniþjónustumaðurinn Dan Bongino krefst tafarlauss brottreksturs yfirmanns leyniþjónustunnar. Hann segir:

„Það er kominn tími til að Trump forseti njóti fullrar forsetaverndar vegna þess að hættustigið er í hámarki.“

Árásarmaðurinn skotinn á þakinu

James O´Keefe, rannsóknarblaðamaður skrifar á X:

„Verkefni leyniþjónustunnar er að verjast gegn hugsanlegri árás frá ÖLLUM útsýnisstöðum – þökin eru augljósust. Í teymi gegn árásum eru sérstaklega til fengnir sérfræðingar. Það er ólíklegt að þeir geri slík mistök, jafnvel „B“ teymi sem hefur það hlutverk að vernda Trump.“

„Hrópandi mistök eða vísvitandi yfirsjón. Staðfest af fyrrverandi skipuleggjanda og þjálfara CA teymisins. Þó að stórfelld mistök séu möguleg þá er viljandi yfirsjón með þakið líklegra.“

Yfirlýsing leyniþjónustunnar eftir skotárásina

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa