Musk setur ofan í við Kamala Harris: „Gengur ekki lengur að ljúga svona“

Eftir hina hörmulega frammistöðu Joe Biden í kappræðunum við Donald Trump, þá ríkir örvænting og upplausn innan Bidenliðsins. Í færslu á X skrifar Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump ætli sér að banna fóstureyðingar um gjörvöll Bandaríkin. Hún gleymdi því greinilega að X í höndum Elon Musk er ekki það sama og twitter var áður. Musk rannsakar nefnilega opinberlega staðreyndir.

Mörgum er ljós sú staðreynd, að Joe Biden forseti tapaði kappræðunum við Donald Trump. Núna vilja margir innan demókrataflokksins skipta út Biden fyrir yngri frambjóðanda. Eftir kappræðurnar fór Biden á söfnunarhátíð til að „lægja öldurnar“ hjá áhyggjufullum styrktaraðilum, sem efast um að Biden geti leitt landið í fjögur ár í viðbót.

Í örvæntingarfullri tilraun til að ná kjósendum af Trump skrifaði Kamala Harris á X, að Donald Trump ætli að banna fóstureyðingar í landinu. Hún skrifaði einnig að bæði hún og Joe Biden myndu „berjast til að stöðva hann“ í þeim gjörningum. Færslan fékk fljótlega vængi á netinu – aðallega vegna athugasemdar Elon Musk.

Getur ekki logið lengur

Athugun X sjálfs og Elon Musk sýndu fljótlega, að Trump er alls ekki hlynntur fóstureyðingarbanni á landsvísu. Bætti X athugasemd við færslu Harris, þar sem fram kemur að „Trump forseti hefur ítrekað sagt að hann muni ekki skrifa undir landsbundið fóstureyðingarbann.“

Musk brást við falskri fullyrðingu Harris með eigin skrifum á X sem 42 milljónir manna sáu fljótlega:

„Hvenær munu stjórnmálamenn eða að minnsta kosti starfmenn þeirra sem sjá um samskipti þeirra, skilja að það virkar ekki lengur að ljúga á þessum vettvangi?“

Harris hefur enn ekki tjáð sig um færslu Musks, en margir hæðast að varaforsetanum á X-inu fyrir svívirðilegar lygar hennar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa